Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   mán 30. desember 2024 11:34
Elvar Geir Magnússon
Eyþór Wöhler líklega á leið í Árbæinn
Lengjudeildin
Eyþór Aron Wöhler.
Eyþór Aron Wöhler.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Talið er líklegast að Eyþór Wöhler gangi til liðs við Fylki en Árbæjarliðið féll úr Bestu deildinni á liðnu tímabili.

Eyþór gekk í raðir KR skömmu eftir að tímabilið 2024 hófst en náði ekki að láta ljós sitt skína. Hann spilaði 22 leiki í deild og bikar og skoraði í þeim þrjú mörk og var samningi hans rift eftir tímabilið.

Fylkismenn þurfa að styrkja sig sóknarlega og vilja fá Eyþór en fleiri lið í Lengjudeildinni hafa sýnt honum áhuga.

Eyþór er 22 ára sóknarmaður sem uppalinn er hjá Aftureldingu og hefur einnig leikið með Breiðabliki og ÍA.

Eyþór hefur verið mjög áberandi á árinu en hann og Kristall Máni Ingason mynda dúettinn Húbbabúbba sem hefur slegið rækilega í gegn með smellum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner