Salah og Van Dijk framlengja - Liverpool opið fyrir því að selja Nunez - Nkunku til Barcelona?
banner
   sun 29. desember 2024 18:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Staðfestir að Vieira snúi ekki aftur til Arsenal
Mynd: Getty Images
Sögusagnir hafa verið um að Fabio Vieira yrði kallaður aftur til Arsenal úr láni frá Porto í janúar en það virðist ekkert vera til í þeim sögum.

Sögurnar urðu háværar eftir að Vieira var ekki valinn í hópinn hjá Porto í 4-0 sigri gegn Boavista í portúgölsku deildinni í gær en Vitor Bruno, stjóri Porto, tjáði sig um stöðu Vieira.

„Ég verð að taka ákvarðanir og fylgjast vel með frammistöðu leikmanna og hvernig þeir haga sér daglega," sagði Bruno.

„Fabio er mjög hæfileikaríkur og hæfileikar verða að byggja á nokkrum forsendum. Þegar ein eða tvær ganga ekki upp verður allt miklu erfiðara. Ég er með stóran hóp og get ekki gefist upp á mínum hugmyndum."

„Ég þarf ekki að senda honum nein skilaboð. Hann þekkir mig vel og við treystum á hann. Hann verður klár í slaginn í næstu viku svo nú er það bara spurning um að taka ákvörðun."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner