Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 12. nóvember 2022 23:50
Brynjar Ingi Erluson
Freysi kaupir þúsund bjóra handa liðinu - „Þið eruð fokking geggjaðir"
Freyr Alexandersson
Freyr Alexandersson
Mynd: Getty Images
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í Danmörku, var heldur betur hress eftir fyrsta sigur liðsins í úrvalsdeildinni en hann lofaði liðinu að hann myndi kaupa þúsund bjóra til að fagna sigrinum.

Það tók Lyngby sautján leiki til að ná í fyrsta sigurinn en liðið hafði gert fimm jafntefli og tapað ellefu.

Léttirinn var því mikill er liðið lagði Silkeborg, 2-0, í dag. Eftir leikinn sagði Freysi við leikmenn að hann myndi kaupa þúsund Carlsberg-bjóra til að fagna tilefninu.

„Þið eruð fokking geggjaðir. Haldiði kjafti hvað þið eruð sterkir strákar. Núna ætla ég bara að segja það. Þið eigið eftir að heyra alls konar hluti um hvað þið spiluðuð ekki það vel og þið hafið spilað mikið af góðum leikjum, en að þið séuð samt ekki það gott lið. Haldiði kjafti, mér er alveg sama. Mér gæti ekki verið meira sama,“ sagði Freysi í klippu sem TV3 birti.

„Núna verðið þið að njóta augnabliksins og fara í rútuna. Ég mun svo kaupa þúsund Carlsberg og þið haldið gott teiti, okei? Það er verðskuldað strákar,“ sagði hann í klefanum eftir leikinn.

Lyngby er á botninum með 8 stig, sex stigum frá Erik Hamrén og félögum í Álaborg.


Athugasemdir
banner
banner
banner