
„Mér fannst við verðskulda meira. Leikmennirnir spiluðu vel og við vorum að minnsta kosti jafn góðir og þeir. Við fengum líka færi," sagði Lars Lagerback við Fótbolta.net eftir 1-0 tapið gegn Tyrkjum í kvöld.
„Ég er mjög svekktur yfir úrslitunum en við erum konmir áfram og það er frábært hjá leikmönnunum. Það hefur verið frábært að taka þátt í þessu ferðalagi."
„Ég er mjög svekktur yfir úrslitunum en við erum konmir áfram og það er frábært hjá leikmönnunum. Það hefur verið frábært að taka þátt í þessu ferðalagi."
Lestu um leikinn: Tyrkland 1 - 0 Ísland
Ísland krækti í tvö stig í síðustu þremur leikjunum í undankeppninni í EM en Lars hefur ekki áhyggjur af því.
„Leikurinn gegn Kasakstan var góður. Við stjórnuðum honum og vissum að stig væri nóg. Sá leikur var í lagi. Seinni hálfleikurinn gegn Lettlandi var mjög lélegur. Þetta er andlegt þegar við erum komnir áfram en strákarnir sýndu í dag að þeir vildu vinna og þeir eiga hrós skilið fyrir þennan leik," sagði Lars sem var ánægður með hugarfarið hjá leikmönnum í kvöld.
„Ég er mjög ánægður með hvernig leikmennirnir höfðu stjórn á sér. Við töluðum mikið um það fyrir leik að enginn mætti missa stjórn á sér og fá rautt spjald því að það hefði kostað bann í fyrsta leik á EM."
Ísland tryggði sætið á EM í síðasta mánuði en Lars segir erfitt að taka hápunkta úr undankeppninni.
„Við fengum fljúgandi start með því að vinna Tyrkland og Holland heima. Það var líka sérstakt að vinna Holland úti en fyrir mig er allt ferðalagið með strákunum hápunkturinn," sagði Lars.
Næstu verkefni hjá íslenska landsliðinu verða tveir vináttuleikir í næsta mánuði. „Við erum mjög nálægt því að ganga frá tveimur leikjum. Ég talaði við Geir (Þorsteinsson) í dag og ég vona að hann geti staðfest þetta í vikunni."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir