Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   þri 13. október 2015 21:52
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Konya
Lars Lagerback: Fannst við verðskulda meira
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við verðskulda meira. Leikmennirnir spiluðu vel og við vorum að minnsta kosti jafn góðir og þeir. Við fengum líka færi," sagði Lars Lagerback við Fótbolta.net eftir 1-0 tapið gegn Tyrkjum í kvöld.

„Ég er mjög svekktur yfir úrslitunum en við erum konmir áfram og það er frábært hjá leikmönnunum. Það hefur verið frábært að taka þátt í þessu ferðalagi."

Lestu um leikinn: Tyrkland 1 -  0 Ísland

Ísland krækti í tvö stig í síðustu þremur leikjunum í undankeppninni í EM en Lars hefur ekki áhyggjur af því.

„Leikurinn gegn Kasakstan var góður. Við stjórnuðum honum og vissum að stig væri nóg. Sá leikur var í lagi. Seinni hálfleikurinn gegn Lettlandi var mjög lélegur. Þetta er andlegt þegar við erum komnir áfram en strákarnir sýndu í dag að þeir vildu vinna og þeir eiga hrós skilið fyrir þennan leik," sagði Lars sem var ánægður með hugarfarið hjá leikmönnum í kvöld.

„Ég er mjög ánægður með hvernig leikmennirnir höfðu stjórn á sér. Við töluðum mikið um það fyrir leik að enginn mætti missa stjórn á sér og fá rautt spjald því að það hefði kostað bann í fyrsta leik á EM."

Ísland tryggði sætið á EM í síðasta mánuði en Lars segir erfitt að taka hápunkta úr undankeppninni.

„Við fengum fljúgandi start með því að vinna Tyrkland og Holland heima. Það var líka sérstakt að vinna Holland úti en fyrir mig er allt ferðalagið með strákunum hápunkturinn," sagði Lars.

Næstu verkefni hjá íslenska landsliðinu verða tveir vináttuleikir í næsta mánuði. „Við erum mjög nálægt því að ganga frá tveimur leikjum. Ég talaði við Geir (Þorsteinsson) í dag og ég vona að hann geti staðfest þetta í vikunni."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner