Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. nóvember 2022 11:00
Aksentije Milisic
Bentancur skoraði fleiri mörk á þessu tímabili heldur en á fimm árum hjá Juve
Bentancur fangar í gær.
Bentancur fangar í gær.
Mynd: EPA

Rodrigo Bentancur, miðjumaður Tottenham Hotspur, hefur staðið sig frábærlega hjá liðinu í vetur en hann kom til Tottenham frá Juventus í janúar mánuði á þessu ári.


Þessi 25 ára gamli landsliðsmaður Úrúgvæ kostaði Tottenham 19 milljónir punda en hann hefur skorað fimm mörk og lagt upp tvö í 21 leik á þessu tímabili.

Hann er orðinn lykilmaður hjá Spurs en Bentancur spilaði 181 leik hjá Juventus á fimm árum og skorað í þeim leikjum þrjú mörk. Hann hefur því skorað fleiri mörk á fyrri hluta leiktíðar í ár heldur en samanlagt á öllum sínum fimm árum í Tórínó borg.

Dejan Kulusevski gekk einnig í raðir Spurs frá Juventus og hefur hann, eins og Bentancur, staðið sig mjög vel.


Athugasemdir
banner
banner
banner