Real Madrid gerir allt til að fá Trent fyrir HM félagsliða - Arsenal og Liverpool gætu haft efni á Isak - Mainoo á förum frá Man Utd?
   sun 13. nóvember 2022 13:23
Aksentije Milisic
Ítalía: Fimmti sigurinn í síðustu sex leikjum hjá Inter
Dzeko heldur áfram að skora.
Dzeko heldur áfram að skora.
Mynd: EPA
Mark hjá Lookman af vítapunktinum.
Mark hjá Lookman af vítapunktinum.
Mynd: EPA

Atalanta 2 - 3 Inter
1-0 Ademola Lookman ('25 , víti)
1-1 Edin Dzeko ('36 )
1-2 Joakim Maehle ('56 , sjálfsmark)
1-3 Jose Luis Palomino ('61 , sjálfsmark)
2-3 Jose Luis Palomino ('77 )


Það var hörkuleikur á dagskrá í hádeginu í Serie A deildinni á Ítalíu en þar mættust Atalanta og Inter.

Bæði lið eru ofarlega í deildinni en Inter hefur gengið mjög vel síðustu vikur fyrir utan tapleikinn gegn Juventus um síðustu helgi.

Atalanta hefur komið mörgum á óvart og hefur liðið verið í toppbaráttunni með Napoli lengst af. Heimamenn komust yfir á 25. mínútu en Ademola Lookman skoraði af miklu öryggi af vítapunktinum eftir að brotið var á Duvan Zapata.

Inter svaraði fljótt og skoraði Dzeko mark af stuttu færi eftir að Lautaro Martinez hafði flikkað knettinum til hans. Mjög vel klárað hjá markaskoraranum frá Bosníu.

Staðan var 1-1 í hálfleik en á fimm mínúta kafla í síðari hálfleiknum gerði Atalanta tvö sjálfsmörk. Það fyrra kom eftir baráttu Joakim Maehle og Edin Dzeko og í því síðara skallaði Jose Palomino boltann í eigið net.

Palomino bætti upp fyrir mistök sín skömmu seinna en þá skallaði hann knöttinn í rétt mark. André Onana, markvörður Inter, var í boltanum en það dugði ekki til.

Inter hélt út og vann gífurlega mikilvægan sigur í síðasta leiknum fyrir HM pásuna. Liðið er komið í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig en Atalanta er dottið niður í það sjötta með 27 stig.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 28 18 7 3 63 27 +36 61
2 Napoli 27 17 6 4 43 22 +21 57
3 Atalanta 27 16 7 4 59 26 +33 55
4 Juventus 27 13 13 1 45 21 +24 52
5 Lazio 27 15 5 7 49 35 +14 50
6 Bologna 27 12 11 4 42 33 +9 47
7 Fiorentina 27 13 6 8 42 28 +14 45
8 Milan 28 12 8 8 42 32 +10 44
9 Roma 27 12 7 8 42 30 +12 43
10 Udinese 27 11 6 10 34 37 -3 39
11 Torino 28 8 11 9 33 34 -1 35
12 Genoa 28 7 11 10 26 36 -10 32
13 Como 28 7 8 13 34 44 -10 29
14 Cagliari 28 6 8 14 28 43 -15 26
15 Verona 27 8 2 17 27 56 -29 26
16 Lecce 28 6 7 15 20 46 -26 25
17 Parma 28 5 9 14 34 48 -14 24
18 Empoli 27 4 10 13 23 44 -21 22
19 Venezia 28 3 10 15 23 42 -19 19
20 Monza 28 2 8 18 23 48 -25 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner