sun 13. nóvember 2022 17:05
Aksentije Milisic
Mourinho baðst afsökunar: Átti rauða spjaldið skilið
Mourinho vara dómarann við í dag.
Mourinho vara dómarann við í dag.
Mynd: EPA

Jose Mourinho stjóri AS Roma, fékk rautt spjald í dag þegar lið hans gerði 1-1 jafntefli gegn Torino á heimavelli.


Mourinho var langt því frá að vera sáttur við dómarann í dag en hann var með lítin tök á leiknum.

Andrea Belotti klúðraði vítaspyrnu í uppbótartímanum sem Paulo Dybala fiskaði en stuttu síðar náði Nemanja Matic að bjarga stigi fyrir heimamenn.

Mourinho fékk rautt spjald á lokamínútu leiksins en hann baðst afsökunar eftir leik.

„Ég átti rauða spjaldið skilið fyrir það sem ég sagði við dómarann í hita leiksins," sagði Portúgalinn.

„Ég talaði við hann eftir leikinn og baðst afsökunar. Ég vil ekki ræða um frammistöðuna hans í dag, ég læt þig um það," sagði Mourinho við blaðamanninn.

Það var allt annað að sjá Roma eftir að Dybala kom inn á en liðið hefur saknað hans sárt.

„Eftir 70 mínútna leik vildu sumir stuðingsmenn fara. Á síðustu tuttugu mínútunum sköpuðum við fleiri færi heldur en við höfum skapað samanlagt í síðustu 4-5 leikjum. Svarið er einfalt: Paulo Dybala."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner