„Ég er sáttur með stigið. Mér fannst miðað við hvernig við spiluðum í seinni hálfleik eftir við lendum undir vera tækifæri á að vinna leikinn en ég er ánægður að koma hérna og fá 1 stig“ Sagði Ian Jeffs Þjálfari ÍBV eftir 1-1 jafntefli við Þór/KA í dag.
Lestu um leikinn: Þór/KA 1 - 1 ÍBV
Ágústa Kristinsdóttir leikmaður Þór/KA fékk rautt spjald eftir 62 mínútur. Þegar Jeffs var spurður út í spjaldið varð hann hissa: „Rauða spjaldið? Hvenær kom það. Ég tók ekki einu sinni eftir því að það hafði gerst, ég þarf að horfa á það aftur. Ég var ekki að einbeita mér að því þegar það gerðist“ Sagði Jeffs léttur
Aðspurður um sumarið framundan sagði Jeffs: „Mér líst bara vel á það. Mjög fínt að frá Bryndísi og Esther fyrir fyrsta leik og þær eiga eftir að styrkja hópinn mikið og ég held að þetta verði bara fínt hjá okkur,ég er ánægður með hópinn.“
Nánar er rætt við Jeffs í spilaranum fyrir ofan
Athugasemdir