
„Þetta gekk ekki alveg nógu vel, við náðum ekki að skapa okkur nægilega mikið af færum,"> sagði svekktur Bjarni Guðjónsson þjálfari KR eftir að hans menn töpuðu 2-0 fyrir Val í úrslitum Borgunarbikars karla.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 KR
„Við vildum reyna að ferska svolítið upp á sóknarleikinn, Gary kom inná og vann skallaeinvígi alveg eins og hann tapaði alveg eins og Hólmbert."
Aðspurður um hvort umræðan um Emil Atla og Patrick Pedersen hafi fært fókusinn af leiknum segir Bjarni svo ekki vera,
„Kannski í fjölmiðlum en ekki hjá okkur. Við vissum að þeir myndu allir spila og það kom okkur ekkert á óvart."
„Áfram höldum við, við erum enn að berjast í deildinni og við þurfum að vera fljótir að jafna okkur á þessum vonbrigðum," sagði Bjarni að lokum.
Athugasemdir