Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   sun 15. nóvember 2015 18:00
Elvar Geir Magnússon
Ingvar Jóns: Var sagt að ég yrði númer eitt hjá Start
LG
Borgun
Líklegt er að Ingvar byrji á þriðjudag.
Líklegt er að Ingvar byrji á þriðjudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég ætla að nýta tækifærið ef það gefst," segir markvörðurinn Ingvar Jónsson en líklegt er að hann fái byrjunarliðssæti í landsleiknum gegn Slóvakíu á þriðjudag. Ingvar er samningsbundinn Start í Noregi en var lánaður til Sandnes Ulf í B-deildinni.

„Ég er í mjög góðu leikformi, tímabilið er nýbúið og ég spilaði fullt af leikjum seinni hluta tímabils. Ísland á nokkuð marga markverði sem eru að berjast um þessi þrjú sæti í landsliðshópnum. Maður þarf bara að standa sig, bæði hjá sínu félagsliði og þegar maður fær tækifæri hérna. Maður verður að sýna að maður eigi að vera í hópnum," segir Ingvar sem viðurkennir að hann hugsi mikið um EM í Frakklandi.

„Auðvitað hugsar maður mikið um þetta og það er eitt af aðalmarkmiðunum fyrir næsta ár að komast í þennan hóp."

Ingvar reiknar með því að vera aðalmarkvörður Start næsta tímabil en liðið er ekki öruggt með sæti sitt í norsku úrvalsdeildinni þar sem það hafnaði í þriðja neðsta sæti. Start þarf því að fara í umspil um laust sæti í deildinni.

„Ég er að fara til baka til Start, ég á tvö ár eftir af samningnum þar. Markvörðurinn sem er þar núna er að renna út á samning og mér var sagt að ég yrði þeirra markvörður númer eitt. Nú þarf ég bara að krossleggja fingur og vona að þeir vinni umspilið og haldi sæti sínu í efstu deild," segir Ingvar sem stóð sig vel hjá Sandnes Ulf.

„Ég átti marga góða leiki og er þokkalega sáttur við mína frammistöðu. Liðið var samt upp og niður og við vorum klaufar að fara ekki í umspilið því við erum með lið sem átti að fara upp,"

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner