Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   mið 17. janúar 2024 12:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Reykjavíkurmótið: KR skoraði fimm gegn Val
Kristján Flóki og Benoný Breki með sitthvora tvennuna.
Kristján Flóki og Benoný Breki með sitthvora tvennuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luke Rae öflugur.
Luke Rae öflugur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 2 - 5 KR
0-1 Ægir Jarl Jónasson
1-1 Birkir Heimisson
1-2 Kristján Flóki Finnbogason
1-3 Kristján Flóki Finnbogason
1-4 Benoný Breki Andrésson
2-4 Guðmundur Andri Tryggvason
2-5 Benoný Breki Andrésson

Sökum veðurs fór leikur Vals og KR í B-riðli Reykjavíkurmótsins fram í Egilshöll í dag. Leikurinn hófst snemma eða klukkan 11:00. Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferð riðilsins, KR lagði Fram og Valur vann stórsigur gegn Þrótti.

Leikmenn sem eru að koma frá erlendum félögum fá ekki leikheimild fyrr en í byrjun febrúar og því voru þeir Aron Sigurðarson og Alex Þór Hauksson ekki með KR og Jakob Franz Pálsson var ekki með Val.

Ægir Jarl Jónasson kom KR yfir á 35. mínútu en fram að því hafði Valsliðið verið líklegra. Mark Ægis kom eftir flott samspil og stoðsendingu frá Kristjáni Flóka Finnbogasyni.

Valur jafnaði snemma í seinni hálfleik þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem kom inn af bekknum í hálfleik lagði upp mark fyrir Birki Heimisson sem skoraði af stuttu færi.

Þá tók Luke Rae til sinna ráða og lagði upp tvö mörk fyrir Kristján Flóka með skömmu millibili, tvö keimlík mörk, og staðan skyndilega orðin 3-1 fyrir KR.

Botninn datt úr spilamennsku Vals og varamaðurinn Benoný Breki Andrésson skoraði fjórða mark KR eftir skelfileg varnarmistök.

Á 75. mínútu minnkaði Guðmundur Andri Tryggvason muninn af stuttu færi eftir fyrirgjöf Sigurðar Egils Lárussonar.

Í uppbótartíma skoraði Benoný Breki fimmta mark KR þegar hann komst inn í sendingu Valsmanna. Markið keimlíkt fyrra mark Benonýs.

Þriggja marka sigur KR staðreynd og liðið með fullt hús stiga á toppi B-riðils eftir tvo leiki.

Byrjunarlið Vals: Frederik; Gísli Laxdal, Elfar Freyr, Hólmar Örn, Sigurður Egill; Birkir Heimisson, Bjarni Guðjón, Aron Jó; Lúkas Logi, Patrick, Adam Ægir.

Byrjunarlið KR: Sigurpáll Sören; Rúrik Gunnars, Finnur Tómas, Birgir Steinn, Aron Kristófer; Theodór Elmar, Ægir Jarl, Hrafn Tómasson; Luke Rae, Kristján Flóki, Sigurður Bjartur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner