Pétur Péturson, þjálfari Fram var ósáttur að vonum eftir 2-1 tap sinna manna gegn Selfyssingum, í botnbaráttu í 1.deild í kvöld.
Tvö mörk Denis Sytnik gerðu útslagið í leik þar sem Fram liðið var ekki verri aðilinn.
Tvö mörk Denis Sytnik gerðu útslagið í leik þar sem Fram liðið var ekki verri aðilinn.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 2 Selfoss
„Það er nú ekki mikið hægt að segja annað en að ég sé fúll yfir að hafa tapað þessum leik."
„Mér fannst skrítið eftir fyrri hálfleikinn að vera 2-0 undir."
Grótta vann Fjarðarbyggð í kvöld sem þýðir að Fram er aðeins tveimur stigum frá fallsæti.
„Við erum búnir að vera í bullandi fallbaráttu í allt sumar."
Einhver atgangur var á milli Péturs og manni í stjórnarmanni Fram en samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá hótaði Pétur að hætta með Fram. Pétur hafði ekkert um það mál að segja.
„Spurðu stjórnarmanninn um það. Ég hef ekkert að tjá mig um það."
Búast má við frekari fregnum af því sem átti sér stað en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir