Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   mið 23. mars 2022 14:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nacho missir af byrjun tímabilsins
Nacho í leiknum gegn KR í Lengjubikarnum
Nacho í leiknum gegn KR í Lengjubikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nacho Heras, leikmaður Keflavíkur, verður ekki með liðinu í fyrstu umferðum Bestu deildarinnar.

Nacho er meiddur á hné og vonaðist eftir að ná fyrstu leikjunum en hann verður ekki klár í tæka tíð. Ekki er ljóst hvenær hann verður klár í slaginn.

Nacho er þrítugur Spánverji sem kom fyrst til Íslands árið 2017 og lék með Ólafsvíkingum. Tímabilið 2019 lék hann með Leikni en skipti yfir til Keflavíkur fyrir tímabilið 2020. Á síðasta tímabili kom hann við sögu í nítján leikjum með Keflavík sem þá var nýliði í efstu deild.

Keflavík heimsækir Breiðablik í fyrstu umferð Bestu deildarinnar þann 19. apríl. Keflvíkingar enduðu í tíunda sæti í fyrra en er spáð ellefta sæti og þar með falli í nýjustu 'ótímabæru spánni' fyrir komandi tímabil hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner