Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 26. mars 2021 15:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
„Verð örugglega á undan gamla að snoða mig, hann er svo þrjóskur"
Icelandair
Eiður með vestin á landsliðsæfingu
Eiður með vestin á landsliðsæfingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron Guðjohnsen sat fyrir svörum í Teams-viðtali í dag. Hann er hluti af U21 árs landsliðinu sem tekur þátt í lokamóti Evrópumótsins. Sveinn er 22 ára sóknarmaður sem er samningsbundinn Spezia á Ítalíu en er þessa stundina á láni hjá OB í Danmörku.

Sveinn var spurður út í svar sitt í 'hinni hliðinni' sem vakti athygli fyrir viku síðan. Sveinn sagði: „ÍBV, gæti ekki hugsað mér að búa þar" aðspurður með hvaða félagsliði hann myndi aldrei spila með.

Það vakti athygli að þú myndir ekki vilja spila með ÍBV af því þú gætir ekki búið í Eyjum, af hverju er það?

„Þetta var voða saklaust comment. Ég sagði bara ÍBV út af staðsetningunni, það var ekkert meira en það,” sagði Sveinn Aron léttur. „Síðan gæti það alveg gerst að maður spili þar.”

Fréttaritari fékk þá ábendingu um að spyrja Svein út í hárið á sér, að það væri farið að þynnast.

Ertu sammála því? Og kannski að það fylgi með, hvor verður á undan að snoða sig þú eða gamli [Eiður Smári Guðjohnsen]?

„Haha, ég verð örugglega á undan honum að snoða mig, hann er svo þrjóskur. Nei, er þetta svona slæmt?” sagði Svenni og hló.


Frá landsliðsæfingu
Athugasemdir
banner
banner