„Loksins, loksins!" sagði Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, eftir 2-1 sigurinn gegn Fjölni. FH-ingar eru orðnir Íslandsmeistarar. Hann tók þar undir með fréttamanni Fótbolta.net.
Lestu um leikinn: FH 2 - 1 Fjölnir
„Þetta var bara algjör snilld, ég er enn að reyna að átta mig á þessu. Þetta var tæpt."
Er hann að troða sokkum upp í einhverja kafta á netinu?
„Ég veit ekki, ég er ekki búinn að sjá þessa kjafta. Mér er alveg sama. Ég er bara ánægður með sjálfan mig og liðið."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir