Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 27. október 2023 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gent
Var ljós punktur í leik Blika - „Kannski er ég of óttalaus, en ég held það sé líka styrkleiki minn"
Anton er tvítugur miðjumaður sem er uppalinn í Breiðabliki.
Anton er tvítugur miðjumaður sem er uppalinn í Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landsliðsmaðurinn hefur verið í stóru hlutverki hjá Blikum á tímabilinu.
U21 landsliðsmaðurinn hefur verið í stóru hlutverki hjá Blikum á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Anton Logi Lúðvíksson átti ágætis leik með Breiðabliki gegn Gent í gær þrátt fyrir 5-0 tap. Hann var sennilega besti leikmaður Breiðabliks í leiknum.

Anton var að spila sem vinstri bakvörður og útskýrði aðeins hlutverk sitt í viðtali eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Gent 5 -  0 Breiðablik

„Við æfðum þetta úti gegn Rangers, ég var vinstri bakvörður. Þegar við vörðumst þá var Davíð með vængbakvörðinn þeirra og ég kom inn að hjálpa. Þeir voru með þrjá (sóknarmenn) sem lágu upp í línunni; þrjá virkilega góða leikmenn. Við ætluðum að reyna díla við þá þannig en lentum í brasi í fyrri hálfleik. Þetta var heiðarleg tilraun til að díla við virkilega góða leikmenn og það gekk ekki alveg að þessu sinni, en við ætlum að gera betur eftir tvær vikur," sagði Anton en liðin mætast þá aftur á Laugardalsvelli.

„Maður spilar ekki oft við svona gæði, en maður verður bara betri leikmaður af þessu. Að spila á móti svona öflugum leikmönnum. Það er þvílíkur munur að mæta þeim miðað við þá sem eru á Íslandi. Maður tekur held ég skref fram á við. Þótt það sé erfitt, maður er sár og svekktur að tapa 5-0, þá þarf maður að einhverju leyti að taka það jákvæða með sér út úr svona leik."

Það kitlar Anton að fara út í atvinnumennsku. „Þegar maður er búinn að spila þessa Evrópuleiki í ár; við þessar aðstæður á þessum völlum, það kitlar að vilja spila fleiri leiki á svona 'leveli'. Að spila í Sambandsdeildinni með svona umgjörð, það eru ekki allir sem fá að upplifa þetta. Þetta er sturlað dæmi."

Anton er nokkuð kaldur þegar hann er með boltann og óhræddur við að taka ákvarðanir sem líta út fyrir að geta verið áhættur aftarlega á vellinum. Er ekkert stress?

„Kannski er ég of kærulaus, of óttalaus, en ég held það sé líka styrkleiki minn; að þora að snúa menn af sér og vinna menn aftarlega á vellinum til að koma leikmönnum fyrir framan sig í betri stöður," sagði Anton, Viðtalið í heild má sjá í spilaranum neðst. Hann segir m.a. þar að sér hafi fundist virka ágætlega þegar Blikar pressuðu belgíska liðið hátt.
Anton Logi: Neituðu 25 milljónum punda í leikmann á bekknum
Athugasemdir
banner
banner