Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 23. desember 2024 13:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfestir að Saka sé alvarlega meiddur - Verður frá í margar vikur
Verið frábær á tímabilinu
Verið frábær á tímabilinu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bukayo Saka verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Arsenal gegn Crystal Palace á laugardag. Stuðningsmenn Arsenal óttuðust að Saka yrði talsvert frá og Mikel Arteta, stjóri Arsenal, staðfesti alvarleika meiðslanna á fréttamannafundi í dag. Enski kantmaðurinn reif vöðva aftan í læri.

Saka hefur verið frábær á tímabilinu, skorað fimm mörk og lagt upp tíu i úrvalsdeildinni og einnig verið mjög öflugur í Meistaradeildinni.

„Þetta lítur ekki vel út. Hann verður frá í margar vikur," sagði Arteta á fundinum og sagði einnig frá því að Raheem Sterling yrði frá næstu vikurnar vegna hnémeiðsla. En meira af Saka:

„Það er enginn ótti að hann spili ekki meira á tímabilinu, ég er mjög bjartsýnn á að hann verði mættur til baka fyrir það," sagði Arteta og ræddi um endurkomuna og hugarfar Saka.

„Þetta er annar hluti af þróun leikmanna. Á einhverjum tímapunkti á þessu getustigi muntu meiðast. Því miður eru þetta slæm meiðsli. Þau hefðu getað verið mun verri. Þetta hefði getað verið eitthvað annað sem hefði haldið Saka frá í ár."

„Þetta snýst um hvernig þú tekur á móti þessu, hvernig þú jafnar þig á því að svona sé staðan. Þetta er mikið lærdómsferli fyrir hann. Þetta er eins og það er. Hann er meiddur, við getum ekki breytt því. Við munum nota tímann núna og hjálpa honum."

Saka var sjálfur mjög vonsvikinn með meiðslin. „Það sést að hann hefur ekki meiðst alvarlega áður því hann sýndi miklar tilfinningar, hann var mjög niðurlútur. Við þurfum að hjálpa honum, en hann þarf nokkra daga. Hann mun átta sig á því að hann er mjög mikilvægur í klefanum, orkan frá honum, hvernig hann talar við liðsfélagana, því það er eina leiðin núna fyrir hann að hjálpa liðinu, og hann þarf að gera það vel," sagði Arteta.

Arteta er með hugmyndir um hvernig hann leysir fjarveru en vildi ekki fara of djúpt í þær á fréttamannafundinum. „Ég þarf að ræða við leikmennina. Við fórum í gegnum tíma án Martin Ödegaard og kafla þar sem 5-6 varnarmenn vantaði," sagði Arteta og talaði einnig um að það sé búið að vinna undirbúningsvinnu fyrir janúargluggann og útilokaði ekki að Arsenal geri eitthvað á markaðnum.

Spænski stjórinn er með leikmenn eins og Gabriel Martinelli, Leandro Trossard, Gabriel Jesus, Kai Havertz og Ethan Nwaneri í hópnum sem geta leyst hægri kantstöðuna. Arsenal mætir næst Ipswich á heimavelli á föstudag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 16 12 3 1 37 16 +21 39
2 Chelsea 17 10 5 2 37 19 +18 35
3 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
4 Nott. Forest 17 9 4 4 23 19 +4 31
5 Bournemouth 17 8 4 5 27 21 +6 28
6 Aston Villa 17 8 4 5 26 26 0 28
7 Man City 17 8 3 6 29 25 +4 27
8 Newcastle 17 7 5 5 27 21 +6 26
9 Fulham 17 6 7 4 24 22 +2 25
10 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
11 Tottenham 17 7 2 8 39 25 +14 23
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 Man Utd 17 6 4 7 21 22 -1 22
14 West Ham 17 5 5 7 22 30 -8 20
15 Everton 16 3 7 6 14 21 -7 16
16 Crystal Palace 17 3 7 7 18 26 -8 16
17 Leicester 17 3 5 9 21 37 -16 14
18 Wolves 17 3 3 11 27 40 -13 12
19 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
20 Southampton 17 1 3 13 11 36 -25 6
Athugasemdir
banner
banner
banner