David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   þri 28. apríl 2020 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Miðjan
Í langt landsliðsbann fyrir drykkju í unglingalandsliðsferð
Guðmundur Torfason er gestur vikunnar í podcastþættinum Miðjan á Fótbolta.net
Guðmundur Torfason er gestur vikunnar í podcastþættinum Miðjan á Fótbolta.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Torfason gerði mistök í unglingalandsliðsferð sem ungur maður sem varð til þess að hann spilaði ekki í landsliðsbúning í nokkur ár. Hann er gestur í podcastþættinum Miðjan hér á Fótbolta.net þessa vikuna og segir frá því sem gerðist. Eins og áður hafði komið fram var hann söngvari í hljómsveitinni Sturlungar sem var skipuð honum og meðlimum Mezzoforte.

Hlustaðu á þáttinn í spilaranum að neðan eða finndu hann á öllum helstu podcastveitum undir Fótbolti.net.

„Ég var mikið í tónlistinni og þjálfarinn var ekki alltof sáttur við að ég kom ekki vel fyrir kallaður á æfingar. Það var samt engin óregla í gangi og ég einbeitti mér mikið á æfingarnar. Það var samt svefnleysi því ég var langt fram á nótt að spila," sagði Gumundur i viðtalinu en atvikið sem hann ræðir átti sér stað árið 1979.

„Svo kemur að leik héra heima. Það voru 17 leikmenn á æfingu en bara 16 fóru í leikinn og ég var einn skilinn eftir með sárt ennið í klefanum á Melavellinum. Ég þakka samt þjálfaranum fyrir því ég mótoveraðist fyrir að taka fótboltann alvarlegar," sagði hann og rifjar svo upp atvik þar sem Finlandia flaska var dregin fram á flugvellinum á leiðinni heim úr næsta leik.

„Árið eftir er leikur í Finnlandi og ég og Ragnar Margeirsson heitinn vorum í fríhöfninni og ákváðum að fara að staupa okkur sem var ekki alveg eðlilegt í landsliðsferð. Eðlilega vorum við húðskammaðir en atvikið árið áður sat í mér og það var upppreisn í mér. Við komum heim og ég fékk þau skilaboð að ég myndi aldrei leika í íslensku landsliði framar og við vorum settir í bann," sagði Guðmundur.

„Þetta var svolítið sárt og ég var skilinn eftir á flugvellinum og fékk ekki að fara með rútunni í bæinn. Ég þurfti að hringja í bróður minn sem sótti mig. Í minningunni var þetta svolítil refsing. Maður fyrirgefur þetta og var sjálfum sér verstur í þessu. "

„Þetta var eitt af þessum atvikum sem ungir menn gera og ég hefði viljað sjá leiðsögn í þessu. Þetta var bara uppreisn í mér og ég ósáttur við að vera skilinn eftir árið áður. Það eru engin sárindi og sjálfsagt að láta okkur finna fyrir því."

Ellert B. Schram formaður KSÍ á þeim tíma staðfesti árið 1980 að Guðmundur og Ragnar væru í agabanni um óákvæeðinn tíma. Guðmundur var svo valinn í vináttulandsleik gegn Færeyjum 10. júlí 1985.
Miðjan - Gummi Torfa valdi fótboltaferil fram yfir tónlistina
Athugasemdir
banner