Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 28. maí 2021 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Aron Einar áfram í Katar þrátt fyrir að Heimir sé farinn
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður áfram í Katar en hann staðfesti þetta á blaðamannafundi KSÍ í kvöld.

Aron Einar er 32 ára gamall og kom til Al Arabi árið 2019 en Heimir Hallgrímsson var þá þjálfari liðsins.

Al Arabi og Heimir slitu samstarfi á dögunum en þeir Freyr Alexandersson og Bjarki Már Ólafsson hafa einnig verið í teymi félagsins.

Samningur Arons við Al Arabi átti upphaflega að renna út í sumar en var með möguleika á að framlengja um eitt ár ef hann spilaði 60 prósent af leikjunum sem hann jú gerði.

Hann á því ár eftir af samningnum og líður vel í Katar en hann vonast til að spila þar áfram undir nýjum þjálfara.

„Ég vann mér inn auka ár. Það var option að ég framlengdi um eitt ár ef ég myndi spila 60 prósent af leikjunum sem ég gerði. Það er skrítið að Heimir og Bjarki séu farnir en ég er vissulega vanur því a breyta um þjálfara. Það verður að koma í ljós hvaða þjálfari kemur og annað," sagði Aron á blaðamannafundi í kvöld.

„Okkur líður vel þarna og fjölskyldan er himinlifandi með Katar og það er það sem skiptir máli eins og er," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner