David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
banner
   þri 28. júlí 2020 19:06
Ívan Guðjón Baldursson
Birkir Valur til Spartak Trnava (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spartak Trnava er búið að tryggja sér Birki Val Jónsson á sex mánaða lánssamningi frá HK. Félagið fær einnig forkaupsrétt á bakverðinum öfluga.

Skrifað verður undir í kvöld en hlutirnir hafa gerst hratt samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Trnava endaði í fjórða sæti í efstu deild í Slóvakíu á nýliðnu tímabili, sem lauk 17. júlí. Þar er ekkert sumarfrí því næsta leiktíð fer af stað í ágúst og er fyrsti leikur Trnava þann áttunda gegn Michalovice.

Birkir Valur er fæddur 1998 og hefur alla tíð spilað fyrir HK. Hann á 104 leiki að baki fyrir félagið eftir að hafa unnið sér inn byrjunarliðssæti í Inkasso-deildinni 2016.

Birkir á 27 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands, þar á meðal tvo fyrir U21 og tíu fyrir U19.
Athugasemdir
banner
banner