Víkingur Ólafsvík tapaði sínum fyrsta leik í Inkasso-deildinni í kvöld þegar liðið mætti Leikni í Breiðholti. Leiknir fór með 2-1 sigur af hólmi.
„Það er alltaf vont að tapa. Ég vil óska Leiknismönnum til hamingju. Þeir voru betri," sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, eftir leikinn.
„Það er alltaf vont að tapa. Ég vil óska Leiknismönnum til hamingju. Þeir voru betri," sagði Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 0 Víkingur Ó.
„Við vorum undir í baráttunni frá fyrstu mínútu. Leiknismenn eru með nokkra mjög góða einstaklinga. Þeir hlaupa vel og berjast vel. Það var enginn munur í fyrri hálfleik og eftir breytingarnar í seinni hálfleik."
„Mér fannst þetta nokkuð jafnt þangað til Leiknir skorar mark. Eftir það var þetta mjög erfitt."
Þrátt fyrir tapið í kvöld eru Ólsarar áfram í öðru sæti Inkasso-deildarinnar.
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir