Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fös 31. ágúst 2018 21:54
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Frábær framistaða hjá mínu liði
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara hörku leikur, í hörku stemningu í húsinu, gaman að koma hérna í dag, við lögðum upp með ákveðið skipurleg og það gekk bara nokkuð vel og eiginlega bara mjög vel, vorum þéttir og gáfum lítil færi á okkur, þeir skora nátturlega úr horni sem er kannski svekkjandi á endanum að það skuli ráða úrsitum en frábær framistaða hjá mínu liði." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 1 -  0 Njarðvík

Njarðvíkingar heimsóttu heimamenn í HK í kórnum í kvöld. Leikurinn var gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið en bæði lið eru í hörku baráttu á sitthvorum enda töflunnar, HK í baráttu um sæti í Pepsí og Njarðvíkingar í baráttu um að halda sæti sínu í Inkasso að ári. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.
Eftir mark HK virtist slokkna svolítið á gestunum en þeir mættu sterkir aftur eftir leikhlé.
„Við héldum samt skipurlagi allan tímann, vorum alltaf þéttir, unnu þetta saman sem lið allan leikinn þannig það var ekkert spurning um það en svo nátturlega komum við í restina af krafti og hefðum mögulega getað skorað þar með nokkrum optionum bæði í innköstum og annað en það sem situr eftir eftir leikinn er bara frábær framistaða liðsins.

Aðspurður af því hvað honum fannst meiga bæta til að tryggja sín markmið var að halda bara áfram sömu braut.
„Það er að halda áfram eins og við höfum verið að gera, við erum að spila vel saman sem lið og ég held að bæði í þeim leikjum sem eftir eru að þá ætlum við að halda því áfram. Við erum þéttur hópur, í dag vanntaði þrjá menn sem eru í leikbanni hjá okkur samt að spila á móti topp liði og gefa þeim bara alvöru leik, þeir voru bara komnir í panik í lokinn og annað, það sýnir kannski breiddina í okkar hópi að þótt hópurinn sé ekki stór að þá er hann vel þéttur og jafn."

Athygli vakti að Formaður knattspyrnudeildar Njarðvíkur Árni Þór Ármannson var í leikmannahóp Njarðvíkur í kvöld en hann hefur ekkert spilað síðan sumarið 2015, þá með Víði Garði.
„Við erum með ákveðin hóp sem við erum að vinna með og spila á í sumar, við erum þéttur hópur, Árni á helling af leikjum fyrir félagið og er formaður og ákváðum að nýta okkur krafta hans þegar við sáum fram á að það yrðu þrír í leikbanni. Öll reynsla er góð í þessari baráttu, hvort sem hún er æfingarform eða á leikdögum."

Framundan er risastór leikur í botnbaráttunni en þá fá Njarðvíkingar Magna í heimsókn, sigur þar og Njarðvíkingar fara langleiðina með að tryggja sig.
„Ég er sammála því, við höfum spila reglulega við Magna síðustu ár, alltaf verið hörku leikir, sem dæmi í fyrra náðum við að jafna á síðustu sekúndunni á móti þeim heima og það verður bara aftur held ég alvöru leikur, þeir selja sig dýrt, þeir eru dálítið fyrir neðan okkur eins og staðan er akkurat núna, þeir eiga ÍA á morgun, hvað gerist þar vitum við ekki en við ætlum okkur sigur þar það er einfalt."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner