Segir botnbaráttuna verða erfiða en skemmtilega
„Svona heilt yfir, þá held ég að þeir hafi bara verið sterkari. Við áttum flottar mínútur í fyrri hálfleik en ekki nógu mikið. Þeir komu miklu sterkari inn í seinni hálfleik," sagði Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, sem var ekki sérstaklega ósáttur við leik sinna manna í dag þrátt fyrir 3-0 tap gegn Þór í Inkasso deild karla.
Lestu um leikinn: Þór 3 - 0 Njarðvík
Það er ljóst að botnbaráttan verður hörð í Inkasso deildinni og Rafn er ekki smeykur við hana. „Ég held að þetta verði erfitt en gaman líka. Deildin er tvískipt, það eru topplið og botnlið og við erum í þeim hluta, og ætlum okkar að vera fyrir ofan einhver lið þar í lokin."
„Mér fannst að við hefðum átt að fá víti, það var augljós hendi en einhverra hluta vegna dæmdi hann ekki á það. En svo fer leikurinn eins og hann fer og við áttum engin svör við því," sagði Rafn, en sjá má allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir