Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 04. júní 2020 09:07
Magnús Már Einarsson
Castillion líklega á leið aftur í Fylki
Geoffrey Castillion í leik með Fylki í fyrra.
Geoffrey Castillion í leik með Fylki í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geoffrey Castillion er líklega að ganga aftur til liðs við Fylki en þetta staðfesti Hrafnkell Helgason, formaður meistaraflokksráðs í samtali við Fótbolta.net í dag.

Castillion skoraði tíu mörk í nítján leikjum með Fylki í fyrra þegar hann var á láni hjá FH. Í vetur samdi hann síðan við Persib Bandung í Indónesíu. Keppni þar er í hléi vegna kórónaveirunnar og því gæti Castillion komið til Fylkis.

„Það er möguleiki á því. Það opnaðist gluggi á því að það myndi gerast því að deildinni í Indonesíu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hún hefst líklega í september en það er ekki staðfest," sagði Hrafnkell.

„Hann hefur áhuga á að koma og spila. Honum leið vel hjá okkur í fyrra. Boltinn fór aðeins að rúlla og við höfum verið í samskiptum við félagið hans úti í Indónesíu. Við erum bjartsýnir á að þetta gangi eftir."

Castillion er þessa dagana staddur í Hollandi með fjölskyldu sinni.

Fylkir mætir Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar mánudaginn 15. júní.

Castillion er þessa dagana staddur í Hollandi með fjölskyldu sinni. Óvíst er hvort Castillion nái að spila fyrsta leik út af ferðatakmörkunum vegna Covid-19 en Fylkismenn eru að skoða hvenær hann kemur til landsins.

„Ég vona að þetta klárist fljótlega en maður veit ekki alveg hvernig þetta verður varðandi að fljúga honum hingað Covid reglum," sagði Hrafnkell.

Castillion er 29 ára gamall Hollendingur en hann hefur skorað 28 mörk í 53 leikjum í efstu deild á Íslandi með Víkingi R, FH og Fylki.
Athugasemdir
banner
banner
banner