Í kvöld áttust við Fjölnir og Breiðablik í Lengjubikarnum en þar enduðu leikar 1-3 fyrir Blika og var sigurinn sannfærandi. Mörk Breiðablik skoruðu Oliver Sigurjónsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson. Mark Fjölnis skoraði Baldur Sigurðsson.
"Gott að sigra, margt mjög flott í leiknum, við vorum þolinmóðir en hefðum mátt nýta færin betur og stöðurnar sem við erum að komast í sóknarlega, alltaf hægt að bæta einhvað hér og þar en í heildina er ég bara sáttur" Sagði Höskuldur fyrirliði Blika í viðtali eftir leik.
"Gott að sigra, margt mjög flott í leiknum, við vorum þolinmóðir en hefðum mátt nýta færin betur og stöðurnar sem við erum að komast í sóknarlega, alltaf hægt að bæta einhvað hér og þar en í heildina er ég bara sáttur" Sagði Höskuldur fyrirliði Blika í viðtali eftir leik.
Spilað var á gervigrasinu inn í Egilshöll sem knattspyrnuþjálfarar landsins hafa ekki farið fögrum orðum um, voru Blikar smeykir að fara spila í Egilshöll?
"Nei nei við sáum að völlurinn var bara nokkuð vel vökvaður og við gátum ekkert kvartað yfir þessu og fannst mér bara grasið flott í kvöld"
Hvernig er staðan á leikmannahópi Blika að mati fyrirliðans?
"Hún er bara góð í heildina, smá meiðsli hér og þar, einhver skakkaföll, Róbert fékk höfuðhögg á landsliðsæfingu en þetta "bounce-ar" til baka og svo eru aðrir bara með einhver smá meiðsli en staðan er flott"
Athugasemdir