Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   sun 07. janúar 2024 21:36
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: RÚV 
Hiti og leikrænir tilburðir í úrslitaleik Fútsal
Ísbjörninn vann þriðja árið í röð
Ísbjörninn vann þriðja árið í röð
Mynd: KSÍ
Ísbjörninn vann Íslandsmeistaratitilinn í innanhússfótbolta þriðja árið í röð er liðið hafði betur gegn sameiginlegu liði Aftureldingar, Álafoss og Hvíta riddarans í Safamýri í dag.

Úrslitaleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og auðvitað hita sem fylgir yfirleitt þegar titill er undir.

Undir lok fyrri hálfleiks átti sér stað sena sem var fremur undarleg í alla staði.

Upp úr sauð milli leikmanna og ákvað þjálfari Ísbjarnarins að skerast inn í leikinn. Alexander Aron Davorsson setti hausinn í átt að þjálfaranum sem lét sig detta og fær heiðarlega tilnefningu í Fallon d'Floor verðlauna þetta árið.

„Hann kastar sér bara niður og ætlar að reyna að fiska eitthvað, sem hann nær í smástund. Sem betur fer eru dómararnir þrír og örugglega mjög góðir dómarar. Þeir snúa þessu bara við, sáu að sér og að þetta væri bara bull og leikaraskapur en menn reyna allt,“ sagði Alexander Aron í viðtali við RÚV eftir leik.

Ísbjörninn vann leikinn 8-3 og mun því keppa fyrir hönd Íslands í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.


Athugasemdir
banner