Fyrr í dag fjölluðum við um mikla óánægju Alvaro Morata, leikmanns AC Milan, með þá ákvörðun bæjarstjóra Corbetta að opinbera það á samfélagsmiðlum að spænski leikmaðurinn væri að flytja í bæinn.
Morata sagði að bæjarstjórinn Marco Ballarini hafi rofið og vanvirt friðhelgi einkalífsins og að hann hefði tekið þá ákvörðun að hætta við að flytja til Corbetta. Um átján þúsund íbúar eru í Corbetta sem er rétt fyrir utan Mílanó.
Morata sagði að bæjarstjórinn Marco Ballarini hafi rofið og vanvirt friðhelgi einkalífsins og að hann hefði tekið þá ákvörðun að hætta við að flytja til Corbetta. Um átján þúsund íbúar eru í Corbetta sem er rétt fyrir utan Mílanó.
Bæjarstjórinn, Marco Ballarini, hefur nú svarað Morata og virðist ekki kippa sér mikið upp við það að Spánverjinn ætli ekki að flytja í bæinn. Þvert á móti birti hann einfaldlega mynd af merki Inter og skrifaði við 'Ciao!' eða Bless!
Ballarini er yfirlýstur stuðningsmaður Inter, erkifjenda Milan.
Athugasemdir