Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   sun 07. júlí 2024 12:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Tipsbladet 
Preston vann baráttuna um Stefán Teit - Kostar 700 þúsund evrur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er á leið til Preston North End, frá Silkeborg í Danmörku. Preston leikur í Championship deildinni á Englandi.


Greint var frá því í gær að hann væri á leið til QPR en danskir fjölmiðlar fullyrða í dag að hann endi hjá Preston. Derby var einnig með í baráttunni.

Stefán Teitur, sem er 25 ára gamall, ólst upp hjá ÍA en var keyptur til Silkeborg árið 2020. Hann hefur spilað 20 A-landsleiki og skorað 1 mark.

Preston borgar um 700 þúsund evrur fyrir þennan 25 ára gamla miðjumann.

Hann á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum hjá Silkeborg svo þetta er síðasta tækifæri danska liðsins að selja hann. 


Athugasemdir
banner
banner
banner