Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 07. nóvember 2022 10:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chris Brazell frá Gróttu til Swansea?
Lengjudeildin
Chris Brazell.
Chris Brazell.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Englendingurinn Chris Brazell kemur mögulega ekki til með að vera áfram þjálfari Gróttu á næstu leiktíð.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann í viðræðum við Swansea, sem leikur í Championship-deildinni, um að koma inn í þjálfarateymi stjórans Russell Martin hjá aðalliðinu. Það yrði stórt tækifæri fyrir hann.

Brazell þekkir til Martin og aðstoðarþjálfarans Matt Gill frá tíma sínum í akademíu Norwich. Martin er goðsögn hjá Kanarífuglunum.

Brazell, sem er þrítugur, tók við þjálfun Gróttu fyrir þessa leiktíð. Brazell þjálfaði hjá Norwich áður en hann kom til Íslands og tók við sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Gróttu. Hann gerðist svo aðstoðarþjálfari Ágústs Gylfasonar hjá félaginu og varð aðalþjálfari fyrir þessa leiktíð.

Hann náði virkilega flottum árangri í sumar og endaði Grótta í þriðja sæti Lengjudeildarinnar.

Nú virðist leiðin liggja aftur til Englands þar sem Swansea er líklegur áfangastaður. Swansea er þessa stundina í níunda sæti Championship-deildarinnar, næst efstu deildar Englands.

Sjá einnig:
Leið Brazell í þjálfarastólinn hjá Gróttu
Athugasemdir
banner
banner
banner