Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 07. nóvember 2022 12:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Stærstu nöfnin sem hafa spilað í næstefstu deild - Ræddu þrjú nöfn
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd: ÍA
Í síðustu viku gekk Arnór Smárason í raðir uppeldisfélag sitt ÍA frá Val. Arnór Smárason lék lengi sem atvinnumaður erlendis á sínum ferli, spilaði með U21 landsliðinu á EM og 26 A-landsleiki.

Sæbjörn Steinke velti því fyrir sér í Útvarpsþættinum Fótbolti.net hvort Arnór væri sá leikmaður sem ætti stærsta ferilinn af þeim leikmönnum sem spilað hefðu í næstefstu deild. Arnór hefur vissulega ekki spilað með ÍA í deildinni og gerir það ekki fyrr en næsta sumar.

Þeir Tómas Þór og Elvar Geir bentu á að Helgi Sigurðsson hefði spilað í deildinni eftir sinn atvinnumannaferil og sögðu hans feril öflugri.

„Helgi spilaði í Meistaradeildinni (með Panathinaikos)," benti Tómas á. Helgi á auk þess 62 landsleiki fyrir Ísland. „Ég ætla þá að henda Arnóri í annað sætið," svaraði Sæbjörn.

Seinna í þættinum ræddu svo þeir Daníel Geir Moritz og Elvar um Nigel Quashie, fyrrum leikmann QPR, Nottinhgam Forest, Portsmouth, Southampton, WBA, West Ham, Birmingham og Wolves. Quashie lék með ÍR og BÍ/Bolungarvík í næstefstu deild á Íslandi. Daníel sagði sögu af innkomu Quashie í Messuna á Stöð 2 Sport sem heyra má í þættinum.

Svo má ekki gleyma Danny Guthrie sem lék yfir 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni og lék svo með Fram sumarið 2021.

Um var að ræða leikmenn sem hafa spilað í deildinni en ekki þá sem áttu sinn feril eftir að hafa spilað í deildinni eins og t.d. Aron Jóhannsson, Aron Einar Gunnarsson og Eyjólfur Sverrisson, svo einhverjir séu nefndir.

Sjá einnig:
Arnór Smára: Verið draumur alveg síðan ég fór út 15 ára gamall
Útvarpsþátturinn - Boltafréttir, Arsenal og Danni Hafsteins
Athugasemdir
banner
banner
banner