Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. nóvember 2022 14:10
Elvar Geir Magnússon
Teymi Arnars á Hlíðarenda fullskipað
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur tilkynnt að þjálfarateymið í kringum meistaraflokk karla hjá félaginu sé klárt. Arnar Grétarsson er nýr aðalþjálfari eftir góðan árangur hjá KA undanfarin ár og nú er fullskipað í stöður aðstoðarmanna hans.

Sigurður Heiðar Höskuldsson sem var aðalþjálfari Leiknis er orðinn astoðarþjálfari liðsins og Kjartan Sturluson heldur áfram sem markvarðaþjálfari.

Fyrir helgi tilkynnti félagið að Thomas Danielsen hefði verið ráðinn sem íþróttasálfræðingur en hann starfaði hjá KA.

Hákon Ernir Haraldson mun starfa sem leikgreinandi fyrir liðið. Hann hefur lokið námskeiðinu “Certificate in Technology and Science Applied to Sport” frá Barca Universitas og er íþróttafræðinemi við HR. Hann hefur spilað fyrir alla yngri flokka Vals.

Þá verður Einar Óli Þorvarðarsson áfram sjúkra- og styrktarþjálfari liðsins og Ásgeir Þór Magnússon læknir.

Valur hafnaði í sjötta sæti Bestu deildar karla á nýliðnu tímabili. Heimir Guðjónsson var látinn fara um mitt tímabil og Ólafur Jóhannesson kláraði tímabilið með stjórnartaumana.
Athugasemdir
banner
banner