Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 07. nóvember 2022 14:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfari Atla rekinn - Vonbrigðabyrjun á tímabilinu
Atli Barkarson.
Atli Barkarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Henrik Hansen var á laugardag látinn fara sem þjálfari SönderjyskE í Danmörku. Simon Poulsen og Steffen Ernemann munu stýra liðinu í síðustu tveimur leikjunum fyrir langt vetrarfrí.

Fyrir frí á liðið eftir að spila deildarleik gegn Vejle og bikarleik gegn Nyköbing. Ákvörðun SönderjyskE var tekin eftir tap gegn Fremad Amager á föstudag. Það var fimmta deildartap liðsins á tímabilinu.

SönderjyskE féll úr Superliga í fyrra og er í fimmta sæti í 1. deildinni, sjö stigum á eftir Vejle sem situr í toppsætinu og þremur stigum frá Hvidövre í öðru sætinu. Markmið SönderjyskE er að fara upp úr deildinni, efstu tvö lið deildarinnar í vor komast upp um deild.

Atli Barkarson er leikmaður SönderjyskE og hefur hann byrjað þrjá af síðustu fjórum leikjum liðsins og komið við sögu í öllum af síðustu sjö leikjum meiðslum eftir að hafa glímt við meiðsli í upphafi tímabils.

Sjá einnig:
Atli Barkar: Gott samtal við þjálfarana og stjórnarmenn (22. sept)
Athugasemdir
banner
banner