Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. nóvember 2022 13:13
Elvar Geir Magnússon
Xavi um einvígið gegn Man Utd: Gátum ekki fengið erfiðari drátt
Xavi og hans menn mæta Manchester United í Evrópudeildarumspilinu en leikið verður í febrúar.
Xavi og hans menn mæta Manchester United í Evrópudeildarumspilinu en leikið verður í febrúar.
Mynd: EPA
Barcelona mætir Manchester United í umspili Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu.

Barcelona féll úr leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og nú bíður erfitt verkefni í umspili Evrópudeildarinnar.

„Við fengum erfiðasta mögulega riðilinn í Meistaradeildinni og nú fáum við aftur erfiðasta mögulega andstæðinginn. Við hefðum ekki getað fengið erfiðari drátt. Það hefur verið mikil bæting á United síðan Erik ten Hag tók við liðinu," segir Xavi, stjóri Barcelona.

Barcelona vann United samtals 4-0 þegar liðin léku í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2019. Þar á undan var Xavi leikmaður Barcelona þegar liðin léku til úrslita í Meistaradeildinni.

Er krafan sú hjá Barcelona að vinna Evrópudeildina?

„Þið fjölmiðlamenn elskið þessi orð, skyldur og krafa. Þetta er áskorun. Félagið hefur aldrei unnið Evrópudeildina og við stefnum á sigur," segir Xavi.

Hann var spurður út í Cristiano Ronaldo.

„Hann er enn frábær leikmaður. Hann hefur markað tímabil í heimsfótboltanum og getur enn gert gæfumuninn."
Athugasemdir
banner
banner