Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 08. nóvember 2017 16:44
Elvar Geir Magnússon
Einkunnir Íslands - Kjartan Henry maður leiksins
Icelandair
Maður leiksins.
Maður leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hér má sjá einkunnir íslenska landsliðsins eftir 1-2 tap gegn Tékklandi í vináttulandsleik í Doha.

Ísland leikur gegn Katar næsta þriðjudag sinn annan vináttulandsleik í þessu landsleikjahléi.

Rúnar Alex Rúnarsson 5
Markvörðurinn ungi lét vel í sér heyra í markinu og átti ágæta vörslu í fyrri hálfleiknum. Er svekktur yfir því að ná ekki að verja seinna mark Tékka eftir að hafa verið í boltanum.

Hjörtur Hermannsson 6
Lék í miðverði í seinni hálfleik eftir að hafa byrjað í bakverði. Átti ágætis leik.

Sverrir Ingi Ingason 6
Gerði fá mistök.

Kári Árnason 5
Fyrirliðinn í dag. Var ólíkur sjálfum sér í fyrra marki Tékka þar sem hann átti manninn sem skoraði. Átti samt öfluga tæklingu skömmu síðar.

Hörður Björgvin Magnússon 6
Skapaði hættu eftir langt innkast í fyrri hálfleik.

Jóhann Berg Guðmundsson 7
Var skeinuhættasti leikmaður Íslands í fyrri hálfleiknum og skapaði hættuleg færi.

Ólafur Ingi Skúlason 5
Átti slæma þversendingu sem Tékkar komust inn í og skoruðu en markið var ranglega dæmt af vegna rangstöðu.

Birkir Bjarnason 6
Var þokkalega öflugur á miðjunni í fyrri hálfleik og meðal bestu leikmanna Íslands fyrir hlé

Ari Freyr Skúlason 6
Lék á kantinum í fyrri hálfleik en sem bakvörður í þeim síðari. Átti ágætis leik og komst nálægt því að skora í fyrri hálfleik.

Viðar Örn Kjartansson 5
Skaut í stöngina úr dauðafæri snemma leiks. Er ekki að ná að setja eins mikið mark á þá landsleiki sem hann spilar og hann hefði viljað.

Kjartan Henry Finnbogason 7
Harðduglegur og það var mikill léttir fyrir hann að ná að skora í seinni hálfleik eftir að hafa farið illa með dauðafæri í þeim fyrri.

Varamenn:
Rúrik Gíslason 5
Kom inn í hægri bakvörð. Tapaði skallaeinvígi í aðdraganda annars marks Tékka en var annars fínn.

Theodór Elmar Bjarnason 6
Lagði upp mark Íslands.

Rúnar Már Sigurjónsson 5

Arnór Ingvi Traustason 5

(Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn)
Athugasemdir
banner
banner