Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 09. mars 2022 09:03
Elvar Geir Magnússon
Marley Blair yfirgefur Keflavík óvænt - Nacho meiddur
Blair hefur yfirgefið Keflavík í bili.
Blair hefur yfirgefið Keflavík í bili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Marley Blair hefur kvatt okkur í bili og hefur nú þegar haldið heim til Englands. Ástæður fyrir brotthvarfi Marley eru persónulegar. Við vonum innilega að Marley komi aftur þegar á líður," segir í tilkynningu á samfélagsmiðlum Keflavíkur.

Blair kom við sögu í tólf deildarleikjum í fyrra og skoraði eitt mark en hann glímdi við meiðsli sem héldu honum utan vallar hluta af mótinu.

Blair var í yngri liðum Burnley og Liverpool á sínum tíma en hann skrifaði undir samning við Keflavík út tímabilið 2023 fyrir ári síðan.

Þá hefur spænski varnarmaðurinn Nacho Heras meiðst á hné og verður frá í einhvern tíma. Vonast er til þess að hann þurfi ekki að fara í aðgerð. Hann verður frá í rúman mánuð ef aðgerðar er ekki þörf en í tvo til þrjá mánuði ef hann þarf í aðgerð.

Keflavík heimsækir Breiðablik í fyrstu umferð Bestu deildarinnar þann 19. apríl. Keflvíkingar enduðu í tíunda sæti í fyrra en er spáð ellefta sæti og þar með falli í nýjustu 'ótímabæru spánni' fyrir komandi tímabil hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner