Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mið 09. mars 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þegar maður er ungur á maður ekki að elta peninginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hat-trick Johannesen
Hat-trick Johannesen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástbjörn átti frábært tímabil með Keflavík
Ástbjörn átti frábært tímabil með Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joey Gibbs hefur verið iðinn við kolann síðustu tvö tímabil.
Joey Gibbs hefur verið iðinn við kolann síðustu tvö tímabil.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, ræddi við Hörð Snævar Jónsson í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut í gær.

Einnig úr þættinum:
Siggi Raggi bauðst til að hætta

Siggi Raggi ræddi um leikmannamál Keflavíkur en liðið hefur misst Davíð Snæ Jóhannsson og Ástbjörn Þórðarson frá sér í vetur. Inn eru komnir nokkrir leikmenn, þar á meðal tveir erlendis frá; þeir Dani Hatakka og Patrik Johannesen.

Hat-trick Johannesen
„Við gerðum markvisst að fá leikmenn inn á þessum aldri, 25-26 ára leikmenn. Dani Hatakka er hafsent sem getur líka spilað hægri bakvörð. Hann hefur passað mjög vel inn í það sem við erum að gera og svo höfum við fengi Patrik Johannesen sem er landsliðsmaður frá Færeyjum. Hann hefur skorað fimm mörk í fyrstu þremur leikjunum, hann skoraði þrennu í síðasta leik og menn voru farnir að kalla hann Hat-trick í staðinn fyrir Patrik - vonandi heldur það bara áfram. Með komu þeirra er komið meira jafnvægi á hópinn," sagði Siggi Raggi.

Hann kom inn á það að Joey Gibbs hefði skorað 42% af mörkum Keflavíkur síðustu tvö ár. „Við þurfum að styrkja okkur fram á við og tókum Patrik inn. Við viljum bæta meira við leikmannahópinn og erum að leita."

„Á bátt með að trúa því að liðin standi undir þessu til lengri tíma"
Hvernig er markaðurinn? „Við erum núna mest að leita erlendis, held ég eins og flest liðin. Markaðurinn hér heima er orðinn aðeins mettur. Við höfum ekki verið hrifnir af því að taka lánsmenn, höfum frekar viljað þróa okkar leikmenn og eiga þá sjálfir. Hvert lið er með sitt í því. Það er komin mikil breidd í sterkustu liðin, kannski kjósa ungir og efnilegir leikmenn frekar að fara í þau lið og fá hærri laun þar heldur en að fara í lið eins og Keflavík þar sem er kannski meiri möguleiki á því að spila. Við ráðum ekki við eins há laun, það er klárt."

„Mér finnst laun hafa vaxið hafa gríðarlega á leikmannamarkaðnum, ég á bátt með að trúa því að liðin standi undir þessu til lengri tíma en það er jákvætt ef þau geta það. Ég held að öll liðin verði sterkari en í fyrra, enda mótið lengra og þú þarft breiðari hóp. Við erum svolítið að leita í öðrum verðflokki en liðin fyrir ofan, það verður að segjast eins og er."

„Í staðinn getum við boðið leikmönnum að spila, þeir fá að láta ljós sitt skína eins og gerðist með Ástbjörn. Hann var ekki búinn að fá nægileg tækifæri í KR, búinn að fara á lán hingað og þangað en kemur svo til okkar, blómstrar og spilar frábærlega. Það voru lið erlendis farin að fylgjast með honum og á endanum keypti FH hann. Ungir leikmenn sem vilja fá að spila, það er það sem við erum að leitast eftir og sterkir erlendir leikmenn sem eru kannski vanmetnir."

„Ég held að þegar maður er ungur að þá eigi maður ekki að elta peninginn heldur vera þar sem þú telur möguleika á að spila. Ástbjörn er frábært dæmi og Davíð Snær er annað dæmi um leikmann sem spilaði í 3-4 tímabil fyrir félagið og fékk að gera sín mistök. Á endanum er hann farinn til Ítalíu í atvinnumennsku."


Í leit að þremur leikmönnum
Hversu marga leikmenn munu Keflvíkingar fá fyrir mót?

„Það verður samkomulagsatriði við stjórn og nýjan framkvæmdastjóra. Við þurfum að bæta svolítið við því við viljum vera með fleiri leikmenn í byrjunarliðsklassa þegar við förum inn í mótið, gera ráð fyrir að einhverjir gætu meiðst eða fengið leikbönn eða annað. Ætli við séum ekki núna að leita að þremur leikmönnum. Vonandi getum við tilkynnt um það fyrr en síðar. Ég vona að við getum tilkynnt innan viku að það sé kominn liðsstyrkur," sagði Siggi Raggi í þættinum.

Smelltu hér til að horfa á þáttinn

Komnir
Ásgeir Páll Magnússon frá Leikni F.
Dani Hatakka frá Finnlandi
Ernir Bjarnason frá Leikni R.
Patrik Johannesen frá Noregi
Rúnar Gissurarson frá Reyni S.
Sindri Snær Magnússon frá ÍA
Björn Aron Björnsson frá Víði (var á láni)
Edon Osmani frá Reyni (var á láni)
Jóhann Þór Arnarsson frá Víði (var á láni)

Farnir
Ástbjörn Þórðarson í FH
Christian Volesky
Davíð Snær Jóhannsson til Ítalíu
Oliver Kelaart í Þrótt Vogum
Helgi Bergmann Hermannsson í Víði (á láni)
Athugasemdir
banner
banner
banner