Fjölmargir stuðningsmenn Pescara hafa látið í sér heyra á Facebook síðu KSÍ í dag.
Þar lýsa þeir yfir óánægju sinni með að Birkir Bjarnason hafi verið kallaður til Íslands í gær til æfinga fyrir leikinn gegn Tékkum á föstudag.
Pescara er að leika í umspili um sæti í Serie A og síðari leikur liðsins gegn Bologna er í kvöld.
Þar lýsa þeir yfir óánægju sinni með að Birkir Bjarnason hafi verið kallaður til Íslands í gær til æfinga fyrir leikinn gegn Tékkum á föstudag.
Pescara er að leika í umspili um sæti í Serie A og síðari leikur liðsins gegn Bologna er í kvöld.
Birkir missir af þeim leik þar sem að íslenska landsliðið átti rétt á að kalla hann til æfinga fyrir leikinn á föstudag.
„Auðvitað erum við að taka stóran og mikilvægan leik af honum en við verðum að halda með okkur," sagði Heimir Hallgrímsson annar af þjálfurum landsliðsins við Fótbolta.net um helgina.
Ummælin eru mörg hver gróf en hér til hliðar má sjá mynd þar sem Íslandi er líkt við hryðjuverkasamtökin ISIS.
Síðari leikur Bologna og Pescara stendur nú yfir en staðan er ennþá markalaus. Markalaust jafntefli varð einnig niðurstaðan í fyrri leiknum.
Smelltu hér til að fara á Facebook síðu KSÍ
Athugasemdir