Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
Kortrijk þurfti að bíða í 100 daga eftir sigri
Freyr Alexandersson og aðstoðarmaður Jonathan Hartmann.
Freyr Alexandersson og aðstoðarmaður Jonathan Hartmann.
Mynd: Kortijk
Belgíska liðið Kortrijk er í vondum málum í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar þar í landi, með 23 stig.

Stuðningsmenn liðsins gátu þó loksins glaðst aðeins í gær þegar það vann 2-0 sigur gegn OH Leuven því það var fyrsti sigurleikur þess í 100 daga, eða síðan 29. nóvember.

Þá var Freyr Alexandersson þjálfari liðsins en hann var rekinn um miðjan desember. Gengi Kortrijk versnaði eftir þjálfaraskiptin en Yves Vanderhaeghe, sem tók við liðinu, var rekinn þann 19. febrúar án þess að hafa unnið leik.

Þjóðverjinn Bernd Storck er nú tekinn við stjórnartaumunum og náði í þennan langþráða sigur í gær. Kortrijk á afskaplega veika von um að halda sér í deildinni og þarf að „klífa Everest“ til að ná því, eins og belgískir fjölmiðlar orða það.

Markvörðurinn Patrik Gunnarsson er hjá Kortrijk en hefur ekki spilað fyrir liðið síðan í október.
Athugasemdir
banner