fim 10.ágú 2023 16:00 Mynd: Getty Images |
|
Spáin fyrir enska - 3. sæti: „Hef erft þetta frá honum ásamt því að vera hárlaus"
Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin fari af stað. Fyrsti leikur er á morgun!
Líkt og síðustu ár, þá kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.
Í þriðja sæti í spánni er liðið sem endaði í öðru sæti á síðustu leiktíð: Arsenal.
Um Arsenal: Félagið hefur farið úr algjörri meðalmennsku í toppbaráttu á skömmum tíma núna á síðustu árum. Á löngum köflum á síðasta tímabili leit út fyrir það að Arsenal væri að fara að skáka Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn, en það má í raun segja að Lundúnafélagið hafi kastað möguleikum sínum frá sér. Líklega fór þetta þegar botnlið Southampton kom á Emirates og tók þar stig. Liðið vann ekki einn titil á síðasta tímabili en endaði samt í öðru sæti og það er klárlega jákvætt.
En Arsenal hefur bara gefið í þetta sumarið og hefur byrjað tímabilið vel; þeir unnu Samfélagsskjöldinn eftir að hafa spilað frábærlega gegn Man City. Arsenal þarf að ná þessari sigurhefð inn og hver veit? Þá gætu þeir á endanum skákað City í baráttunni um þann stóra, sjálfan Englandsmeistaratitilinn.
Arsenal er klárlega með lið sem andstæðingar óttast núna, en annað var upp á teningnum fyrir nokkrum árum síðan.
Stjórinn: Það voru ekki allir sannfærðir um Mikel Arteta tók við Arsenal. Hann hafði þá verið aðstoðarstjóri Pep Guardiola hjá Manchester City um nokkurt skeið og fengið að læra af spænska snillingnum. Arteta er fyrrum leikmaður Arsenal og þekkir félagið inn og út, en stjóratíð hans hjá félaginu byrjaði alls ekki vel. Það var kallað eftir því snemma á hans stjóratíð að hann yrði rekinn og var pressan orðin mikil á ákveðnum tímapunkti. En hann náði heldur betur að snúa skútunni við á síðasta tímabili. Hann fékk þolinmæði í starfi og þakkaði fyrir það. Einn efnilegasti stjóri heimsfótboltans og hann er með skýra sýn á verkefni sitt hjá Arsenal.
Leikmannaglugginn: Arsenal vann hratt og örugglega í leikmannaglugganum. Félagið var tilbúið að taka fram veskið fyrir Declan Rice, Kai Havertz og Jurrien Timber. Það eru miklar væntingar gerðar til Rice sérstaklega en hann er dýrasti leikmaður í sögu enska fótboltans.
Komnir:
Declan Rice frá West Ham - 105 milljónir punda
Kai Havertz frá Chelsea - 60 milljónir punda
Jurriën Timber frá Ajax - 38,5 milljónir punda
Nicolas Pépé frá Nice - Var á láni
Farnir:
Granit Xhaka til Bayer Leverkusen - 21,5 milljón punda
Matt Turner til Nottingham Forest - 10 milljónir punda
Auston Trusty til Sheffield United - 5 milljónir punda
Pablo Marí til Monza - 4,3 milljónir punda
Ainsley Maitland-Niles til Lyon - Samningur rann út
Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:
Gabriel Jesus mun líklega snúa aftur þegar hann kemur til baka úr meiðslum og spila sem fremsti maður. Svo eru Oleksandr Zinchenko og Thomas Partey sterkir leikmenn inn af bekknum, breiddin er nokkuð góð hjá Arsenal.
Lykilmenn: Franski miðvörðurinn William Saliba hefur sannað það að mikilvægi hans í liðinu er gríðarlegt; það sást á síðasta tímabili. Einn besti miðvörður í heimi í dag, algjörlega frábær, og hann er afar vinsæll hjá stuðningsmönnum Arsenal. Svo eru Martin Ödegaard og Bukayo Saka tveir virkilega góðir leikmenn sem voru stórkostlegir í titilbaráttu Arsenal á síðasta tímabili. Þessir þrír eru mikilvægustu og bestu leikmenn liðsins í augnablikinu.
Hallur Flosason, fyrrum leikmaður ÍA og Aftureldingar, er mikill Arsenal stuðningsmaður og við fengum hann til að svara nokkrum spurningum um liðið og tímabilið sem er framundan.
Ég byrjaði að halda með Arsenal af því að... Faðir minn ól mig vel og rétt upp og hann hefur alltaf verið harður Nallari. Ég hef erft þetta frá honum ásamt því að vera hárlaus.
Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Líklega fyrsta ferðin á Emirates árið 2009. Þá tók ég stadium tour og það var mikil upplifun. Endaði svo ferðina á að sjá Lord Bendtner setja sigurmarkið gegn Bolton í 1-0 sigri.
Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Það var alvöru tilfinningarússíbani en mjög svekkjandi hvernig það endaði. Það var samt mikill munur að horfa á liðið á síðasta tímabili miðað við síðustu ár.
Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Ég byrja alla morgna á hafragraut, með dass af Lífsalti og svo kíki ég á Arteta's Army hópspjallið og fer ásamt meðlimum spjallsins yfir komandi leik og mögulega liðsuppstillingu. Svo horfi ég yfirleitt með pabba mínum á leikinn sjálfan.
Hvern má ekki vanta í liðið? Það er auðvelt að segja Saliba ef við miðum við síðasta tímabil en annars eru nokkrir mjög mikilvægir hlekkir eins og til dæmis Ödegaard, Saka, Partey, White, Gabriel, Ramsdale og Martinelli sem væri vont að hafa ekki.
Hver er veikasti hlekkurinn? Ég verð að skella þessu á minn mann Rob Holding þó hann spili ekki mikið. Hann verður bara að taka þetta á sig.
Þessum leikmanni á að fylgjast með... Ég ætla að leyfa mér að segja Jurrien Timber.
Við þurfum að kaupa... Ég væri alveg til í einhvern alvöru striker sem er hægt að rotate-a með Gabriel Jesus.
Hvað finnst þér um stjórann? Ég elska hann. Alvöru passion í honum og hann greinilega lifir fyrir þetta. Ég er mjög ánægður að hafa Super Mik í brúnni.
Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Ég er bara mjög brattur fyrir tímabilið. Það verður spennandi að sjá hvernig nýju mennirnir koma inn í þetta og hvort þeir muni klikka saman við restina af liðinu.
Hvar endar liðið? Þeir enda í topp tveimur, það eru sirka 100% líkur á því.
Arsenal hefur leik í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu laugardaginn 12. ágúst gegn Nottingham Forest á heimavelli.
Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. Arsenal, 214 stig
4. Manchester United, 211 stig
5. Newcastle, 186 stig
6. Chelsea, 184 stig
7. Tottenham, 164 stig
8. Aston Villa, 157 stig
9. Brighton, 155 stig
10. West Ham, 130 stig
11. Brentford, 101 stig
12. Crystal Palace, 96 stig
13. Fulham, 81 stig
14. Burnley, 80 stig
15. Wolves, 71 stig
16. Nottingham Forest, 67 stig
17. Everton, 66 stig
18. Bournemouth, 56 stig
19. Sheffield United, 31 stig
20. Luton Town, 16 stig
En Arsenal hefur bara gefið í þetta sumarið og hefur byrjað tímabilið vel; þeir unnu Samfélagsskjöldinn eftir að hafa spilað frábærlega gegn Man City. Arsenal þarf að ná þessari sigurhefð inn og hver veit? Þá gætu þeir á endanum skákað City í baráttunni um þann stóra, sjálfan Englandsmeistaratitilinn.
Arsenal er klárlega með lið sem andstæðingar óttast núna, en annað var upp á teningnum fyrir nokkrum árum síðan.
Stjórinn: Það voru ekki allir sannfærðir um Mikel Arteta tók við Arsenal. Hann hafði þá verið aðstoðarstjóri Pep Guardiola hjá Manchester City um nokkurt skeið og fengið að læra af spænska snillingnum. Arteta er fyrrum leikmaður Arsenal og þekkir félagið inn og út, en stjóratíð hans hjá félaginu byrjaði alls ekki vel. Það var kallað eftir því snemma á hans stjóratíð að hann yrði rekinn og var pressan orðin mikil á ákveðnum tímapunkti. En hann náði heldur betur að snúa skútunni við á síðasta tímabili. Hann fékk þolinmæði í starfi og þakkaði fyrir það. Einn efnilegasti stjóri heimsfótboltans og hann er með skýra sýn á verkefni sitt hjá Arsenal.
Leikmannaglugginn: Arsenal vann hratt og örugglega í leikmannaglugganum. Félagið var tilbúið að taka fram veskið fyrir Declan Rice, Kai Havertz og Jurrien Timber. Það eru miklar væntingar gerðar til Rice sérstaklega en hann er dýrasti leikmaður í sögu enska fótboltans.
Komnir:
Declan Rice frá West Ham - 105 milljónir punda
Kai Havertz frá Chelsea - 60 milljónir punda
Jurriën Timber frá Ajax - 38,5 milljónir punda
Nicolas Pépé frá Nice - Var á láni
Farnir:
Granit Xhaka til Bayer Leverkusen - 21,5 milljón punda
Matt Turner til Nottingham Forest - 10 milljónir punda
Auston Trusty til Sheffield United - 5 milljónir punda
Pablo Marí til Monza - 4,3 milljónir punda
Ainsley Maitland-Niles til Lyon - Samningur rann út
Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:
Gabriel Jesus mun líklega snúa aftur þegar hann kemur til baka úr meiðslum og spila sem fremsti maður. Svo eru Oleksandr Zinchenko og Thomas Partey sterkir leikmenn inn af bekknum, breiddin er nokkuð góð hjá Arsenal.
Lykilmenn: Franski miðvörðurinn William Saliba hefur sannað það að mikilvægi hans í liðinu er gríðarlegt; það sást á síðasta tímabili. Einn besti miðvörður í heimi í dag, algjörlega frábær, og hann er afar vinsæll hjá stuðningsmönnum Arsenal. Svo eru Martin Ödegaard og Bukayo Saka tveir virkilega góðir leikmenn sem voru stórkostlegir í titilbaráttu Arsenal á síðasta tímabili. Þessir þrír eru mikilvægustu og bestu leikmenn liðsins í augnablikinu.
„Faðir minn ól mig vel og rétt upp"
Hallur Flosason, fyrrum leikmaður ÍA og Aftureldingar, er mikill Arsenal stuðningsmaður og við fengum hann til að svara nokkrum spurningum um liðið og tímabilið sem er framundan.
Ég byrjaði að halda með Arsenal af því að... Faðir minn ól mig vel og rétt upp og hann hefur alltaf verið harður Nallari. Ég hef erft þetta frá honum ásamt því að vera hárlaus.
Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Líklega fyrsta ferðin á Emirates árið 2009. Þá tók ég stadium tour og það var mikil upplifun. Endaði svo ferðina á að sjá Lord Bendtner setja sigurmarkið gegn Bolton í 1-0 sigri.
Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Það var alvöru tilfinningarússíbani en mjög svekkjandi hvernig það endaði. Það var samt mikill munur að horfa á liðið á síðasta tímabili miðað við síðustu ár.
Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Ég byrja alla morgna á hafragraut, með dass af Lífsalti og svo kíki ég á Arteta's Army hópspjallið og fer ásamt meðlimum spjallsins yfir komandi leik og mögulega liðsuppstillingu. Svo horfi ég yfirleitt með pabba mínum á leikinn sjálfan.
Hvern má ekki vanta í liðið? Það er auðvelt að segja Saliba ef við miðum við síðasta tímabil en annars eru nokkrir mjög mikilvægir hlekkir eins og til dæmis Ödegaard, Saka, Partey, White, Gabriel, Ramsdale og Martinelli sem væri vont að hafa ekki.
Hver er veikasti hlekkurinn? Ég verð að skella þessu á minn mann Rob Holding þó hann spili ekki mikið. Hann verður bara að taka þetta á sig.
Þessum leikmanni á að fylgjast með... Ég ætla að leyfa mér að segja Jurrien Timber.
Við þurfum að kaupa... Ég væri alveg til í einhvern alvöru striker sem er hægt að rotate-a með Gabriel Jesus.
Hvað finnst þér um stjórann? Ég elska hann. Alvöru passion í honum og hann greinilega lifir fyrir þetta. Ég er mjög ánægður að hafa Super Mik í brúnni.
Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Ég er bara mjög brattur fyrir tímabilið. Það verður spennandi að sjá hvernig nýju mennirnir koma inn í þetta og hvort þeir muni klikka saman við restina af liðinu.
Hvar endar liðið? Þeir enda í topp tveimur, það eru sirka 100% líkur á því.
Arsenal hefur leik í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu laugardaginn 12. ágúst gegn Nottingham Forest á heimavelli.
Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. Arsenal, 214 stig
4. Manchester United, 211 stig
5. Newcastle, 186 stig
6. Chelsea, 184 stig
7. Tottenham, 164 stig
8. Aston Villa, 157 stig
9. Brighton, 155 stig
10. West Ham, 130 stig
11. Brentford, 101 stig
12. Crystal Palace, 96 stig
13. Fulham, 81 stig
14. Burnley, 80 stig
15. Wolves, 71 stig
16. Nottingham Forest, 67 stig
17. Everton, 66 stig
18. Bournemouth, 56 stig
19. Sheffield United, 31 stig
20. Luton Town, 16 stig
Athugasemdir