Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 10. nóvember 2022 11:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir það vanvirðingu að velja Martinelli í hópinn
Gabriel Martinelli.
Gabriel Martinelli.
Mynd: Getty Images
Gabriel Martinelli, kantmaður Arsenal, er í brasilíska landsliðshópnum sem fer á HM í Katar. Hópurinn er ógnarsterkur og Brasilía eitt af sigurstranglegustu liðum mótsins.

Martinelli er valinn á kostnað Roberto Firmino og fleiri öflugra leikmanna.

Hinn 21 árs gamli Martinelli var að spila í brasilísku fjórðu deildinni þegar HM í Rússlandi fór fram fyrir fjórum árum en hann hefur leikið vel með Arsenal síðustu mánuði.

Það eru þó ekki allir hrifnir af þessu vali. Neto, sem lék á sínum tíma 16 A-landsleiki fyrir Brasilíu, er alls ekki sáttur við valið og er ekki hræddur við að segja það opinberlega.

„Þetta er til skammar, brandari," sagði Neto og hélt áfram. „Að velja Martinelli og ekki Gabigol er algjör vanvirðing. Að gera þetta sýnir það og sannar að Tite á ekki að vera landsliðsþjálfari."

Neto hélt áfram og talaði um það að enginn í Brasilíu vissi hver Martinelli væri. Gabigol er vinsæll í Brasilíu en hann er svekktur með að vera ekki í hópnum. Hann hefur skorað fjölda marka fyrir Flamengo í heimalandinu en er ekki valinn.
Athugasemdir
banner
banner