Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. nóvember 2022 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp svarar Neville: Trent hefur unnið nokkra úrslitaleiki
Mynd: EPA

Trent Alexander Arnold hægri bakvörður Liverpool var valinn í landsliðshóp Englands fyrir HM í Katar. Hann hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu.


Gary Neville fyrrum bakvörður Manchester United sagði á dögunum að hann treysti Trent ekki fyrir leikjum í útsláttakeppni þar sem hann væri ekki nógu góður varnarmaður.

Jurgen Klopp stjóri Liverpool sat fyrir svörum í dag í aðdraganda leiks Liverpool gegn Southampton um helgina og hann var spurður út í valið á Trent.

„Ég talaði ekki við hann en ég hef þekkt Trent það lengi og hann veit að hann hefur engin áhrif á valið nema spila fótbolta, þetta er mikið rætt," sagði Klopp og talaði svo um ummæli Neville.

„Trent er nú 24 ára og hefur unnið nokkra úrslitaleiki, mikilvæga leiki sem þú þarft að verjast. Hann er búinn að spila úrslitaleiki, meðan annars gegn Chelsea í fyrra í leik sem var baráttumikill, gegn heimsklassa leikmönnum sem eru betri en leikmenn sem eru á HM," sagði Klopp


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner