Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 11. nóvember 2022 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maguire má fara - Hörð barátta um Moukoko
Powerade
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: Getty Images
Haaland og Moukoko.
Haaland og Moukoko.
Mynd: Getty Images
Mykhailo Mudryk.
Mykhailo Mudryk.
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðrinu þennan föstudaginn. Þetta er það helsta sem er í gangi:

Manchester United hefur látið Harry Maguire vita að hann megi fara frá félaginu. (Rudy Galetti)

Liverpool og Manchester United ætla að berjast um Youssoufa Moukoko sem var valinn í þýska landsliðshópinn. Þessi efnilegi sóknarmaður - sem er á mála hjá Borussia Dortmund - er bara 17 ára gamall og hefur verið líkt við Erling Braut Haaland. (Daily Express)

Borussia Dortmund hefur trú á því að félagið getið haldið í Jude Bellingham lengur en bara út þetta tímabil, þrátt fyrir áhuga frá félögum á borð við Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United. (90 min)

Paris Saint-Germain hefur áhuga á Joao Felix (23), framherja Atletico Madrid, og gæti reynt að landa honum á láni í janúar. (Le Parisien)

Southampton mun borga Luton Town meira en 4 milljónir punda fyrir stjórann Nathan Jones sem var ráðinn til starfa hjá Dýrlingunum á dögunum. (Telegraph)

Aston Villa mun reyna að fá framherja úr efstu hillu í janúar og er varnarmaðurinn Pau Torres (25) á óskalistanum líka. Unai Emery, nýráðinn stjóri Aston Villa, vann með Torres hjá Villarreal og þekkir leikmanninn vel. (Football Insider)

Roma ætlar að beina athygli sinni í leit að hægri bakverði að Hector Bellerin (27), bakverði Barcelona, þar sem Diogo Dalot (23) er búinn að festa sig í sessi í byrjunarliði Manchester United. (Calciomercato)

Barcelona gæti leyft sóknarmanninum Memphis Depay (28) að fara í janúar. (Caught Offside)

Newcastle er líka á eftir Pau Torres (25) frá Villarreal og félagið vill líka fá kantmanninn Yannick Carrasco (29) frá Atletico Madrid) og miðjumanninn Nabil Fekir (29) frá Real Betis næsta sumar. Newcastle er að skoða spænska markaðinn gaumgæfilega. (Fichajes)

Arsenal er búið að gera tilboð í kantmanninn Mykhaylo Mudryk (21) hjá Shakhtar Donetsk. Juventus er líka á eftir honum. (Calciomercato)

Benjamin Pavard (26), varnarmaður Bayern München, er opinn fyrir því að spila í öðru landi á næsta tímabili. Hann var orðaður við Chelsea síðasta sumar. (L'Equipe)

West Ham, Crystal Palace og QPR hafa áhuga á Pharrell Willis (18), miðjumanni í akademíu Middlesbrough. (Teamtalk)

Tottenham hefur sett það í forgang að fá hægri vængbakvörð og framherja í janúar. (90min)

Fyrrum varnarmaðurinn Gerard Pique hefur sett sér það markmið að verða forseti Barcelona í framtíðinni. (ESPN)

Duncan Ferguson er á meðal þeirra sem koma til greina í stjórastarfið hjá Wigan. (Times)
Athugasemdir
banner
banner