Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   mán 12. nóvember 2018 18:15
Fótbolti.net
Guðjón Lýðs í KA (Staðfest)
Guðjón Pétur Lýðsson spilar fyrir norðan næsta sumar.
Guðjón Pétur Lýðsson spilar fyrir norðan næsta sumar.
Mynd: KA
Guðjón Pétur Lýðsson hefur gengið til liðs við KA. Akureyrarfélagið hefur staðfest þetta.

Guðjón hefur leikið með Val síðastliðinn þrjú ár þar sem hann hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö tímabil. Samningur Guðjóns við Val rann út í síðasta mánuði en í síðustu viku staðfesti félagið að hann væri á förum.

Fylkir hafði áhuga á að fá Guðjón og um helgina æfði hann með sínu gamla félagi Breiðabliki. Á endanum var það hins vegar KA sem vann kapphlaupið um hann.

Hinn þrítugi Guðjón hefur spilað fyrir félög á Íslandi á borð við Breiðablik, Hauka, Álftanes, Stjörnuna og svo lék hann einnig með Helsingborg í Svíþjóð.

Í heildina á Guðjón 271 leiki í deild- og bikar hér á landi og hefur hann gert 59 mörk í þeim.

Guðjón er fyrsti leikmaðurinn sem KA fær í sínar raðir eftir að Óli Stefán Flóventsson tók við liðinu í haust.
Athugasemdir
banner
banner