Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 13. apríl 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rudi Garcia látinn fara frá Al Nassr (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Rudi Garcia er hættur störfum hjá Sádi-arabíska félaginu Al Nassr. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum í dag og segir að um sameiginlega ákvörðun sé að ræða.

Hann hafði stýrt liðinu undanfarna átta mánuði. Dinko Jelicic, sem hefur þjálfað U19 ára lið félagsins, hefur verið ráðinn þjálfari í stað Garcia.

Í gær var fjallað um það að Garcia væri valtur í sessi og Cristiano Ronaldo, langstærsta nafnið í leikmannahópi Al Nassr, væri ósáttur við þjálfarann.

Al Nassr er þremur stigum á eftir Al-Ittihad í toppbaráttunni. Al Nassr gerði jafntefli um helgina, var Ronaldo brjálaður eftir þann leik og sagður ósáttur við upplegg þjálfarans.

Frakkinn Garcia er 59 ára gamall og hefur áður stýrt Lyon, Marseille og Roma.
Athugasemdir
banner
banner
banner