Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
   lau 13. júní 2020 20:32
Mist Rúnarsdóttir
Katla María um vítadóminn: Algjört kjaftæði
Kvenaboltinn
Katla María kom til Fylkis frá Keflavík í haust og byrjar mótið frábærlega
Katla María kom til Fylkis frá Keflavík í haust og byrjar mótið frábærlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við slakar í fyrri hálfleik en geggjaðar í þeim seinni og ég er bara ánægð með þetta,“ sagði Katla María Þórðardóttir sem átti frábæran leik í 1-0 sigri Fylkis á Selfoss.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  0 Selfoss

„Mér fannst vera stress í okkur í byrjun. Þetta var fyrsti í Pepsi en svo ákváðum við bara að gefa allt í seinni hálfleikinn og klára þetta. Við vitum hvað við getum,“ sagði Katla María sem steig varla feilspor í hjarta varnarinnar hjá Fylki. Það munaði þó ekki miklu að draumaframmistaðan breyttist í martröð þegar vítaspyrna var dæmd á Kötlu á lokamínútunum.

„Það var algjört kjaftæði. Þetta var aldrei víti. Ég var ekki ánægð með þetta en svona er þetta bara,“ sagði Katla sem sagðist hafa treyst á Cecilíu markvörð þegar vítaspyrnan var dæmd. Cecilía þurfti þó ekki að verja því Magdalena Anna Reimus setti spyrnuna framhjá Fylkismarkinu. Réttlætinu var þar mögulega fullnægt en vítaspyrnudómurinn virtist rangur úr stúkunni séð.

„Þetta gefur okkur sjálfstraust og við tökum það með okkur í leikinn á móti KR,“ sagði Katla sem stefnir á toppinn í sumar.

„Við ætlum bara alla leið. Ekkert kjaftæði, við ætlum bara að taka þetta.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Kötlu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner