Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   sun 14. maí 2023 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Raggi biðlar til Keflvíkinga - „Þurfum að móta þessa kynslóð saman"
Siggi Raggi.
Siggi Raggi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Gott.
Óli Gott.
Mynd: Getty Images
Gunni Odds.
Gunni Odds.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Kjartans.
Guðni Kjartans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, setti í dag inn opna færslu á Facebook. Hann vitnar þar í gamla tíma frá eigin ferli þar sem hann var að koma upp sem ungur leikmaður hjá KR.

Þar var hann í liði með Keflvískum goðsögnum sem studdu við bakið á honum.

Siggi Raggi biðlar í færslunni til Keflvíkinga að styðja við bakið á liðinu, móta umgjörð fyrir unga og upprennandi leikmenn í liði Keflavíkur.

Keflavík á leik í dag á gervigrasinu við Nettóhöllina. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og er gegn HK.

Færsla Sigga Ragga:
Kæru stuðningsmenn Keflavíkur.

Ég fór á völlinn í gærkvöldi, sá KR spila á KR vellinum, ég ólst upp þar og ég fór að hugsa... Ég man ennþá þegar ég fékk fyrst að æfa með meistaraflokki KR 1991 og 1992. 17/18 ára gamall. Þvílík upplifun að æfa með Gunna Odds, Sigga Björgvins, Óla Gott og Ragga Margeirs. Guðni Kjartans að þjálfa (legend). -Allt Keflvíkingar. Við ungu strákarnir töluðum um þessa menn sem hetjurnar okkar og litum upp til þeirra. Ég gerði mistök og klúðraði færum á þessu fyrsta tímabili mínu en eldri menn eins og Gunni Odds og Raggi Margeirs klöppuðu á bakið á mér, sögðu mér til, peppuðu mig og hjálpuðu mér að verða betri og ég varð betri.

Þetta voru fyrstu kynni mín af Keflvíkingum. Þeir voru allir mjög góðir, hetjur í minningunni, sterkir, harðir af sér, metnaðarfullir sigurvegarar. Það geislaði sjálfstraustið af Gunna Odds og Sigga Björgvins, sterkir og agressívir, tækluðu allar hindranir. Óli Gott var sennilega besti íþróttamaður sem ég lék með á ferlinum. Menn náðu ekki boltanum af Ragga Margeirs hann var svo sterkur, fljótur og skýldi boltanum svo vel.

Þrír Keflvíkingar léku í 9-1 sigri KR á Val 1992, Raggi Margeirs setti þrennu, það komst enginn nálægt honum – Respect!

Á vellinum í kvöld hitti ég sama fólkið og var á KR svæðinu þegar ég var að byrja í meistaraflokki. Þetta fólk er ennþá að vinna sem sjálboðaliðar á grillinu, hvetja liðið í stúkunni, halda öllu gangandi í félagsheimilinu og á svæðinu öllu, ég faðmaði marga. Þetta fólk hefur elskað og lifað fyrir klúbbinn sinn í áratugi, allt lífið út í gegn. Í roki, rigningu og kulda á velli sem var moldarflag, þrátt fyrir vonbrigði með úrslit var fólkið mætt að syngja og styðja við bakið á liðinu sínu, yfir 1.000 manns mættir. KR tapaði 1-0 en ég sá bara sigurvegara á svæðinu allt í kringum mig.

Axel Ingi (2004), Ásgeir Orri (2004) og Guðjón Stefáns (2003) eru allir búnir að að byrja inná leiki fyrir Keflavík nú þegar í sumar ásamt fleirum efnilegum leikmönnum Keflavíkur sem hafa fengið mínútur. Næsta kynslóð. Við þurfum að móta þessa kynslóð saman. Við öll, ekki bara þjálfararnir og leikmennirnir heldur stuðningsmennirnir, liðsstjórinn, sjálfboðaliðarnir á grillinu, allir sem koma að klúbbnum okkar, þið öll sem komið á leiki, lifið fyrir klúbbinn og elskið Keflavík. Þið hafið áhrif og þið eruð klúbburinn okkar.

Stefnan okkar er að komast aftur á sigurbraut en við mætum HK í Bestu deildinni á gervigrasinu við Nettóhöllina kl 17:00. Komdu endilega og vertu hluti af félaginu okkar. Hvetjum strákana okkar áfram, þannig búum við til næsta Gunna Odds, Sigga Björgvins og Ragga Margeirs.

Það voru yfir 1.000 manns á KR vellinum að syngja sig hása í rigningunni og kuldanum. Það munar mjög miklu um ykkar stuðning, treysti á að þið mætið í dag og hjálpið liðinu okkar að taka 3 stig gegn HK.

Sjáumst á vellinum!
Siggi Raggi.


Athugasemdir
banner
banner
banner