Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   sun 14. október 2018 17:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Leikmaður Grindavíkur bjargaði stigi í Færeyjum
Rene Joensen jafnaði metin fyrir Færeyjar.
Rene Joensen jafnaði metin fyrir Færeyjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rússland vann Tyrkland. Rússland er í efsta sæti síns riðils, í fínum málum.
Rússland vann Tyrkland. Rússland er í efsta sæti síns riðils, í fínum málum.
Mynd: Getty Images
Það voru nokkrir leikir að klárast í Þjóðadeildinni. Frændur okkar Íslendingar, frá Færeyjum gerðu jafntefli við Kosóvó.

Kosóvó komst yfir á níundu mínútu með marki frá Milot Rashica, leikmanni Werder Bremen. Færeyjar jöfnuðu í upphafi síðari hálfleiks og var það Rene Joensen, leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deildinni, sem skoraði markið.

Gunnar Nielsen og Brandur Olsen, leikmenn FH, byrjuðu leikinn eins og Rene. Brandur var tekinn af velli á 83. mínútu. Kaj Leó í Bartalsstovu, leikmaður ÍBV, var allan tímann á varamannabekk Færeyinga.

Sjá einnig:
Íslensk lið sem og lið frá öðrum löndum sýna Kaj Leó áhuga

Jafntefli var niðurstaðan. Kosóvó er með átta stig eftir fjóra leiki en Færeyjar hafa þrjú stig. Þessi lið leika í D-deildinni og eru í riðli ásamt Aserbaídsjan og Möltu. Þau lið voru líka að spila núna áðan og var niðurstaðan sú sama og hjá Færeyjum og Kosóvó, 1-1 jafntefli.

Rússland með flottan sigur
Í B-deildinni vann Rússland flottan sigur á heimavelli, gegn Tyrklandi. Rússland, sem fór í 8-liða úrslit á HM í sumar, hafði betur í leiknum, sem fram fór í Rússlandi, 2-0.

Roman Neustädter kom Rússlandi yfir á 20. mínútu og í síðari hálfleik gerði Denys Cheryshev annað markið.

Rússland er á toppi riðilsins með sjö stig. Tyrkland er með þrjú en Svíþjóð er aðeins með eitt stig. Svíþjóð hefur leikið tvo leiki á meðan Rússland og Tyrkland hafa leikið þrjá.

Í C-deild, í riðli 4 þar, gerðu Rúmenía og Serbía markalaust jafntefli. Serbía er með átta stig og Rúmenía með sex. Svartfjallaland og Litháen eru einnig í riðlinum, fyrrnefnda liðið hefur fjögur stig og það síðarnefnda er án stiga. Svartfjallaland og Litháen eiga að spilar á eftir en úrslitin úr þeim leikjum sem búnir má sjá hér að neðan. Einnig má sjá hvaða leikir eru á dagskrá í kvöld.

B-deild
Rússland 2 - 0 Tyrkland
1-0 Roman Neustadter ('20 )
2-0 Denis Cheryshev ('78 )

C-deild
Rúmenía 0 - 0 Serbía
0-0 Dusan Tadic ('45 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Gabriel Tamas, Romania ('44)

D-deild
Aserbaídsjan 1 - 1 Malta
0-1 Alex Muscat ('37 )
1-1 Araz Abdullayev ('52 )

Færeyjar 1 - 1 Kosóvó
0-1 Milot Rashica ('9 )
1-1 Rene Joensen ('50 )

Þeir leikir sem eru á dagskrá í kvöld:

A-deild
18:45 Pólland - Ítalía (riðill 3)

C-deild
18:45 Ísrael - Albanía (riðill 1)
18:45 Litháen - Svartfjallaland (riðill 4)
Athugasemdir
banner
banner