„Miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá er þetta fínasta stig. Við hefðum getað tapað leiknum, einni mínútu eftir leik var ég hundsvekktur en nú er ég bara sáttur," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 1 Fjölnir
„Ég ber engan kala til Fjölnis fyrir að fylgja sínu leikplani og dómarinn stóð sig bara vel, við vorum bara hrikalega lélegir í dag. Ég þekkti ekki mitt lið, þetta var frekar dapurt."
Eftir þennan leik er Arnar svartsýnn um að Víkingur nái að berjast á toppnum?
„Nei, nei alls ekki. Það er búið að krýna Íslandsmeistara í einhverjum podcöstum og blöðum eftir fyrstu umferðina. Ég er það gamall í þessu að við vorum meistarar með Skaganum '92, með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina. Ég hef engar áhyggjur af okkur, þurfum bara að anda með nefinu og liðka aðeins á spennustiginu," sagði Arnar að lokum.
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu efst.
Athugasemdir