Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Útvarpsþátturinn - Mjólkin býður upp á það óvænta
Hugarburðarbolti GW 32 Það eru 9 fingur á bikarnum hjá Liverpool!
Leiðin úr Lengjunni - Upphitun fyrir Lengjudeildina 2025
Niðurtalningin - Verður skjöldurinn áfram í Kópavogi?
Niðurtalningin - Breyttir tímar á Hlíðarenda
Innkastið - Fyrirliðinn missir hausinn og meistarar hrynja
Niðurtalningin - Víkingur með háleit markmið
Tveggja Turna Tal - Gunnar Jarl Jónsson
Útvarpsþátturinn - Nýr formaður KR og meðbyrinn í Vesturbænum
Niðurtalningin - Ár tvö hjá prófessornum í Laugardalnum
Niðurtalningin - Það er frábært að vera fyrir norðan
Niðurtalningin - Stjarnan ætlar að skína skært í sumar
Niðurtalningin - FH ætlar hærra en þetta
Frábær þrenna, tvö stig og einn rosalega skrítinn leikur
Niðurtalningin - Framarar með fulla skúffu af trixum
Hugarburðarbolti GW 31 Eru Liverpool sprungnir ?
Niðurtalningin - Austurland á fulltrúa í fyrsta sinn síðan 1994
Niðurtalningin - Staðan tekin á Stólunum á Spáni
Innkastið - Stjörnurnar í sturtu og vonbrigði hjá Val
Útvarpsþátturinn - Í beinni á leikdegi í Bestu
   mán 19. mars 2018 12:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Arnþór Ari um rannsókn á mætingu á leiki og KA TV
Arnþór Ari Atlason miðjumaður Breiðabliks kíkti í heimsókn í útvarpsþáttinn á laugardaginn.
Arnþór Ari Atlason miðjumaður Breiðabliks kíkti í heimsókn í útvarpsþáttinn á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fleiri íslensk félög eru byrjuð að sýna leiki beint á netinu.  Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Fleiri íslensk félög eru byrjuð að sýna leiki beint á netinu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ari Atlason, miðjumaður Breiðabliks, og Ágúst Stefánsson hjá KA TV voru á meðal viðmælenda í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn.

Arnór Ari útskrifaðist sem viðskiptafræðingur hjá HR árið 2016 og þá gerðu hann og Hörður Bjarkason BS verkefni um mætingu á heimaleiki Breiðabliks. Um var að ræða rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á áhorfendur á heimaleikjum Breiðabliks. Rannsóknin er áhugaverð en mikið hefur verið rætt um fækkun áhorfenda í Pepsi-deildinni undanfarin ár.

Arnþór og Hörður tóku viðtöl við fólk tengt Breiðabliks og skouðu vandlega hvaða þættir höfðu áhrif á mætingu. Þar á meðal voru leiktímar skoðaðir, sjónvarpsleikir, veðurfar, gengi Breiðabliks á tímabilinu og fleira.

„Fyrra gengi Breiðabliks á tímabilinu hafði gríðarlega mikil áhrif á mætingu. Ef liðið var í 1-3. sæti þegar leikurinn átti sér stað þá mættu töluvert fleiri á leikinn," sagði Arnþór í þættinum.

„Það sem mér finnst að félögin eigi að gera núna er að markaðssetja sig betur til að þetta skipti ekki jafn miklu máli. Það þarf að markaðssetja þetta þannig að það skipti ekki öllu máli í hvaða sæti liðin eru."

„Mér finnst umfjöllunin um deildina hafa aukist mikið á undanfarin ár en mér finnst félögin ekki vera að fylgja þar á eftir. Ég lagði það til við Breiðablik að fara í meiri markaðsetningu tengda leikjunum og vera meira í skemmtanabransanum. Að þetta sé viðburður sem fólk er að mæta á en ekki bara knattspyrnuleikur á milli tveggja liða."

Fyrr í mánuðinum var Sigmar Ingi Sigurðarson, fyrrum markvörður Breiðabliks, ráðinn sem viðburðar og markaðsstjóri hjá félaginu og hann á meðal annars að reyna að fá fleiri áhorfendur á leiki félagsins.

Smelltu hér til að skoða ritgerðina hjá Arnþóri og Herði

Sýna leiki í beinni á netinu
KA TV hefur sýnt leiki KA í fótbolta frá árinu 2016 og í vetur hefur verið sýnt frá leikjum liðsins í Lengjubikarnum. Ágúst Stefánsson er einn af þeim sem standa á bakvið útsendingarnar hjá KA TV.

Ágúst hefur einnig verið í sumarstarfi hjá KA undanfarin ár en félagið hefur meðal annars verið með sjónvarpsþætti á netinu og sýnt frá N1-mótinu á Akureyri. Allar deildir KA koma að KA TV og því eru ekki einungis fótboltaleikir sýndir þar.

Fleiri félög eru með leiki sína í beinum útsendingum og þessi markaður stækkar hratt á Íslandi. Ágúst telur að félög eigi að geta keypt allan búnað fyrir netútsendingar á 600 þúsund krónur.

„Þetta er æðislegt. Það er oft erfitt að hætta að sitja fyrir framan tölvuna og horfa á leiki. Þetta er draumur fyrir fólk sem hefur áhuga á íþróttum," sagði Ágúst um byltinguna í netsjónvarpsmálum á Íslandi.

Hér að ofan má hlusta á viðtölin við Arnþór og Ágúst.

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner
banner