Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   lau 20. apríl 2024 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Aldís Guðlaugsdóttir (FH)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Yrði öflug í Survivor.
Yrði öflug í Survivor.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Er bara það sterk að hún gæti byggt skjól og passar að maður lifir af
Er bara það sterk að hún gæti byggt skjól og passar að maður lifir af
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Getur verið mikil pempía.
Getur verið mikil pempía.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mest óþolandi.
Mest óþolandi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Líklegust til að halda okkur lifandi
Líklegust til að halda okkur lifandi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Á sín ljóskumóment.
Á sín ljóskumóment.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það styttist í að Besta deild kvenna hefjast, á Fótbolta.net er spáin í blússandi gangi og komið er að því að kynna leikmann úr liðinu sem spáð er 4. sæti í sumar.

Aldís er markvörður sem uppalin er á Snæfellsnesi en skipti yfir í Val fyrri sumarið 2020. Hún lék með KH sumarið 2021, FH seinni hluta sumarsins 2022 og skipti svo alfarið í FH fyrir tímabilið 2023. Hún á að baki 13 leiki fyrir yngri landsliðin, þar af tvo fyrir U23 landsliðið og þá hefur hún nokkrum sinnum verið í A-landsliðshóp.

Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.
   24.10.2023 12:41
Tvær frá Snæfellsnesi í landsliðinu - „Hugsaði þá að ég ætti séns"

Fullt nafn: Aldís Guðlaugsdóttir

Gælunafn: Er ekki með gælunafn

Aldur: 20 ára

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Ég man ekki mikið eftir honum en það ver í lengjubikarnum með Víking Ó.

Uppáhalds drykkur: Nocco

Uppáhalds matsölustaður: Serrano er möst á gameday

Hvernig bíl áttu: Toyota yaris

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends

Uppáhalds tónlistarmaður: Þessar stundir er það 21 savage

Uppáhalds hlaðvarp: Brodies

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fotbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Axel Birgis í Brodies.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ég var að spyrja pabba hvort ég ætti að fara í ADHD greiningu og hann svaraði “jamm”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KR og ÍA. Þessi lið koma hreinlega ekki til greina

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Bryndís Arna

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Mjög erfið spurning og margir sem koma til greina en ef ég þyrfti að velja einn þá væri það Dagur Óli

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Hafrún Rakel

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Systir mín hefur nánast alltaf verið það, ég lít mikið upp til hennar.

Sætasti sigurinn: Fyrri leikurinn á móti Stjörnunni á útivelli sumarið 2023

Mestu vonbrigðin: Tapa heimaleik í bikar á móti Víking Reykjavík

Uppáhalds lið í enska: Chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Arna Sif myndi passa vel í vörnina okkar.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Mjög margar efnilegar stelpur í yngri landsliðunum en Rebekka Brynjars er mjög góð

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: PASS. Fótboltastrákar heilla mig ekki

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi er á toppnum

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Big shaq (Sara Montoro)

Uppáhalds staður á Íslandi: Kaplakriki

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: í miðjum leik var önd á vellinum hjá teignum mínum og ég hafði ekki hugmynd hvað ég átti að gera. En boltasækjararnir voru með pizzu og veiddu hana útaf með henni.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ég er ekki beint með hjátrú en ég vil helst alltaf fara lyfta smá nokkrum tímum fyrir leik.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Mér finnst gaman að horfa á körfubolta en get ekki sagt að ég sé mjög virk að gera það.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Heimspeki og félagsvísindi 100%, engin athygli næst í þeim fögum.

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég hélt að Guðni þjálfari ætlaði að setja mig í striker í seinasta leiknum á seasoninu og ég hljóp inn í klefa að ná í skó og legghlífar en svo fékk ég ekkert að spila.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: ég myndi taka Örnu Eiriks því hún væri líklegust til að halda okkur lifandi, Shainu því það væri gaman að fylgjast með miða við hvað hún getur verið mikil pempía og svo myndi ég taka Söndru Sigurðardóttur því hún er bara það sterk að hún gæti byggt skjól og passar að maður lifir af.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég myndi taka Vigdísi Eddu með mér í Survivor því hún myndi í fyrsta lagi vera með skapið í að vinna, í öðru lagi myndi hún gera allt til þess að vinna og svo væri hún bara líklegust til að halda okkur lifandi,

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er Ólsari (frá Ólafsvík)

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Margret Brynja kom mér alveg á óvart hvað hún er fyndin og hún á sín “ljóskumóment” inn í klefa sem er endalaust hægt að hlæja að.

Hverju laugstu síðast: Laug örugglega bara seinast að þjálfaranum mínum að ég væri ekki þreytt

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: UPPSPIL. Ég held að flestir markmenn tengja við mig þarna þar sem maður er annaðhvort bara að senda á varnamennina sína eða maður fær 4 strikera í smettið með enga varnarmenn fyrir framan sig.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Michael Jordan hvaða 5 reglur ég ætti að lífa eftir daglega til að komast á toppinn.
Athugasemdir
banner
banner